Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 12. nóvember 2021 21:01 Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun