Telur líklegast að útgefin kjörbréf verði staðfest Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2021 15:24 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst telur ekki líklegt að ráðist verði í uppkosningu þrátt fyrir kosningalagabrot í Norðvesturkjördæmi. Eiríkur ræddi kosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. „Mér hefur nú virst hingað til að líklegasta niðurstaðan hljóti að vera sú að útgefin kjörbréf verði staðfest. Vegna þess að aðrar niðurstöður virðast óhugsandi. Það er auðvitað galli við þá niðurstöðu sem er sá að þarna var augljóslega ekki farið að reglum en að það eigi að leiða til uppkosningar í einu kjördæmi eins og lögin segja, það er svo skrýtin staða að vera í. Nánast óboðleg,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að vandræði tengd kosningunum séu afleiðing meiriháttar hönnunargalla í stjórnarskránni. Hann kennir dönsku einveldi á nítjándu öld um gallann. „Alþingi úrskurðar sjálft um hvort það sé sjálft löglega kjörið eða ekki. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir hann. Ástæðan fyrir því sé að menn hafi viljað koma í veg fyrir að konungurinn hefði áhrif á annað ríkisvald í Danmörku forðum. „Úrskurðarvaldið þyrfti að vera hjá óhlutdrægum dómstól en svo er ekki í þessu kerfi,“ segir hann. Ríkisstjórnin sé ekki starfsstjórn Eiríkur segir ríkisstjórnina sem nú situr ekki vera svokallaða starfstjórn þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. „Ríkisstjórnin hélt völdum þannig að forsætisráðherra hefur ekki beðist lausnar, þetta er ekki starfsstjórn. Það er mikill munur á þessu ástandi sem er núna og oft áður eftir kosningar af þessum sökum. Við erum ekki að bíða eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð, auðvitað kemur alltaf ný ríkisstjórn, en hún hélt velli og getur einfaldlega bara haldið áfram þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann. Hins vegar sé mikilvægt að þing sé kallað saman og fjárlög samþykkt sem fyrst. Til þess þurfi að leysa úr flækjunni í Norðvesturkjördæmi. Hlusta má á viðtal við Eirík í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeir Kristján Kristjánsson byrjuðu á að ræða um þjóðernispopúlisma. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Eiríkur ræddi kosningarnar og stjórnarmyndunarviðræður við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. „Mér hefur nú virst hingað til að líklegasta niðurstaðan hljóti að vera sú að útgefin kjörbréf verði staðfest. Vegna þess að aðrar niðurstöður virðast óhugsandi. Það er auðvitað galli við þá niðurstöðu sem er sá að þarna var augljóslega ekki farið að reglum en að það eigi að leiða til uppkosningar í einu kjördæmi eins og lögin segja, það er svo skrýtin staða að vera í. Nánast óboðleg,“ segir Eiríkur. Þá segir Eiríkur að vandræði tengd kosningunum séu afleiðing meiriháttar hönnunargalla í stjórnarskránni. Hann kennir dönsku einveldi á nítjándu öld um gallann. „Alþingi úrskurðar sjálft um hvort það sé sjálft löglega kjörið eða ekki. Þetta er náttúrulega fáránlegt,“ segir hann. Ástæðan fyrir því sé að menn hafi viljað koma í veg fyrir að konungurinn hefði áhrif á annað ríkisvald í Danmörku forðum. „Úrskurðarvaldið þyrfti að vera hjá óhlutdrægum dómstól en svo er ekki í þessu kerfi,“ segir hann. Ríkisstjórnin sé ekki starfsstjórn Eiríkur segir ríkisstjórnina sem nú situr ekki vera svokallaða starfstjórn þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. „Ríkisstjórnin hélt völdum þannig að forsætisráðherra hefur ekki beðist lausnar, þetta er ekki starfsstjórn. Það er mikill munur á þessu ástandi sem er núna og oft áður eftir kosningar af þessum sökum. Við erum ekki að bíða eftir að ný ríkisstjórn verði mynduð, auðvitað kemur alltaf ný ríkisstjórn, en hún hélt velli og getur einfaldlega bara haldið áfram þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann. Hins vegar sé mikilvægt að þing sé kallað saman og fjárlög samþykkt sem fyrst. Til þess þurfi að leysa úr flækjunni í Norðvesturkjördæmi. Hlusta má á viðtal við Eirík í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þeir Kristján Kristjánsson byrjuðu á að ræða um þjóðernispopúlisma.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira