„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2021 16:00 Margrét Gauja kallar eftir breyttri umræðu. Stöð 2/Einar Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. „Þegar kemur að þessu hugtaki varðandi gerendameðvirkni, og allt sem því tengist - ég sem gallharður femínisti og aktivisti - að þá get ég samt ekki mér það vald að kasta einstaklingum fyrir lestina af því að ég er reið og bitur út í dómskerfið,” segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem veltir fyrir sér hvert umræðan um kynferðisofbeldi sé að fara. „Mér finnst æðislegt að það sé verið að stíga fram, og að konur og karlar séu að nýta tjáningarfrelsi sitt í að skila skömminni og segja frá. Það er svo mikilvægt af því að í þögguninni og þögninni fær ofbeldi alltaf að blómstra.” Margrét Gauja birti á dögunum færslu á Twitter sem átti sannarlega eftir að draga dilk á eftir sér. Í færslunni hrósaði hún kvikmyndinni Leynilöggunni, sagðist hafa hlegið mikið og haft gaman að. Þær skoðanir reyndust nokkuð óvinsælar og áður en Margrét Gauja vissi af hafði hópur fólks tekið sig saman um að gagnrýna hana. Leynilöggan kom virkilega á óvart. Var óvænt boðið og shit hvað ég hló, mikið og oft, upphátt. Vel gert @hanneshalldors.Virkilega vel gert!— Margrét Gauja (@MargretGauja) October 24, 2021 „Ég svona upplifði á tímabili eins og mér hafi verið hent út úr feministahreyfingunni á Íslandi,” segir Margrét Gauja en sjálf hefur hún verið virk í Metoo byltingunni og var á meðal þeirra fyrstu sem stigu fram og greindi opinberlega frá kynferðislegu ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir. Mjög meðvituð um viðbrögðin og kallar eftir umræðunni Hún tekur fram að hún hafi verið mjög meðvituð um að hún fengi þessi viðbrögð við færslunni. Staðreyndin sé hins vegar sú að mál leikara í kvikmyndinni, sem hafi verið sakaður um kynferðisbrot, hafi fengið sinn gang í dómskerfinu. Fólk verði að fá annað tækifæri í lífinu. Þá geti umræðan líka leitt til þess að gerendur hætti að þora að segja frá og leita sér aðstoðar. „Mér finnst við vera að taka okkur of mikið vald með að úthýsa gerendum. Ég er ekki þekkingu, tíma eða reynslu til þess að lesa dómgögn og vega og meta hvort viðkomandi hafi verið saklaus eða ekki. Við þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana, við þurfum að fara að krefjast úrbóta í réttarkerfinu í stað þess að vera í þessari umræðu. Mér finnst að þessi pólaríserun gæti frekar verið til þess að við séum að ýta drengjum lengra inn í myrkrið.” Helga Ben og Ninna Karla Katrínardóttir, stjórnarkonur í Öfgum.Vísir/Adelina Antal Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur verið áberandi og hefur raunar kollvarpað umræðunni um kynferðisofbeldi hér á landi. En hver er þeirra sýn á þessi mál? „Við sjáum þetta öðruvísi. Segjum að það fari út frétt um Leynilögguna, þá frekar vöktum við kommentakerfin - upp á fræðsluna að gera. Við reynum ekki að tala neinn niður, við reynum að vera málefnaleg. Ef við sjáum að einhver frá okkur fór í manninn en ekki málefnið þá er það bara rætt - það er bara bannað,” segja Helga Ben og Ninna Karla Katrínardóttir, stjórnarkonur í Öfgum. Hópar sem hafa sprottið upp í tengslum við Metoo byltinguna, til dæmis Öfgar - sem var stofnaður fyrir um sex mánuðum, og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu, hafa kollvarpað umræðunni um kynferðisofbeldi hér á landi, enda hafa þeir beitt sér mjög fyrir réttlátari málsmeðferð og þolendavænna samfélagi. Hóparnir urðu að mestu til á samfélagsmiðlum og samanstanda af fólki sem hefur sameiginlega sýn á málaflokkinn. Samtöl þeirra fara því að miklu leyti fram á netinu en þegar umræður þeirra þar eru skoðaðar má sjá hvernig hóparnir taka sig saman og beita sér gegn fólki sem hefur aðra sýn á málaflokkinn. Sjá má hvernig dregin eru fram nöfn fólks, sem til dæmis smellir á „like” við færslur hjá meintum gerendum eða fólki sem deilir ekki sömu hugsjón. Sömuleiðis fá dagskrárgerðarmenn skammir í hattinn fyrir að taka viðtöl við fólk sem hefur aðrar skoðanir en hóparnir tveir. Þannig má til dæmis sjá hvernig Gísli Marteinn Baldursson svarar fyrir sig, eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir að hafa boðið Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur í þáttinn til sín - en hún lék í fyrrnefndri Leynilöggu og skrifaði um daginn pistil um byrlanir sem olli miklum usla. Gísli Marteinn sagðist harma þetta og bauð Öfgakonum í framhaldinu í kaffi. Helga Ben og Ninna Karla segjast meðvitaðar um þau miklu áhrif sem hóparnir hafi haft í samfélaginu, sem sé fyrst og fremst mjög jákvætt, en vilja þó ekki endilega taka undir það að hópast sé gegn fólki sem deilir ekki þeirra skoðunum. Þær hafa heldur ekki orðið varar við að fólk þori ekki lengur að tjá sig af óttar við að lenda í ólgusjó internetsins. Leiðin sem við kunnum þangað til eitthvað breytist „Nei, ég hef ekki orðið vör við það,” segir Helga. „Mér finnst mjög gott hvað umræðan er orðin hávær. Það er mjög jákvætt að það eru fleiri og fleiri í okkar liði, ef svo má segja. Það eru fleiri og fleiri sem eru farnir að trúa þolandanum, taka upp hanskann fyrir þolendur og taka umræðuna. Umræðan er komin út um allt og mér finnst það mjög jákvætt,” bætir Ninna Karla við. Þá sé af og frá að ráðist sé gegn fólk - ávallt sé farið í málefnið en ekki manninn. Þær segja hins vegar að nú sé staðan orðin þannig að bregðast þurfi við. Stjórnvöld verði að grípa inn í. „Það er þekkt að má fyrnist hjá lögreglu og að það hefur ekkert upp á sig að kæra,” segir Helga. „Þau vita að það hefur ekkert upp á sig að kæra. Og það er kannski líka ástæðan fyrir þessari háværu umræðu í þjóðfélaginu. Réttarkerfið virkar ekki eins og staðan er í dag og þolendur eru að finna nýjar leiðir til þess að láta rödd sína heyrast og skila skömminni. Þetta er leiðin sem við kunnum núna þangað til að eitthvað breytist,” segir Ninna. MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þegar kemur að þessu hugtaki varðandi gerendameðvirkni, og allt sem því tengist - ég sem gallharður femínisti og aktivisti - að þá get ég samt ekki mér það vald að kasta einstaklingum fyrir lestina af því að ég er reið og bitur út í dómskerfið,” segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem veltir fyrir sér hvert umræðan um kynferðisofbeldi sé að fara. „Mér finnst æðislegt að það sé verið að stíga fram, og að konur og karlar séu að nýta tjáningarfrelsi sitt í að skila skömminni og segja frá. Það er svo mikilvægt af því að í þögguninni og þögninni fær ofbeldi alltaf að blómstra.” Margrét Gauja birti á dögunum færslu á Twitter sem átti sannarlega eftir að draga dilk á eftir sér. Í færslunni hrósaði hún kvikmyndinni Leynilöggunni, sagðist hafa hlegið mikið og haft gaman að. Þær skoðanir reyndust nokkuð óvinsælar og áður en Margrét Gauja vissi af hafði hópur fólks tekið sig saman um að gagnrýna hana. Leynilöggan kom virkilega á óvart. Var óvænt boðið og shit hvað ég hló, mikið og oft, upphátt. Vel gert @hanneshalldors.Virkilega vel gert!— Margrét Gauja (@MargretGauja) October 24, 2021 „Ég svona upplifði á tímabili eins og mér hafi verið hent út úr feministahreyfingunni á Íslandi,” segir Margrét Gauja en sjálf hefur hún verið virk í Metoo byltingunni og var á meðal þeirra fyrstu sem stigu fram og greindi opinberlega frá kynferðislegu ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir. Mjög meðvituð um viðbrögðin og kallar eftir umræðunni Hún tekur fram að hún hafi verið mjög meðvituð um að hún fengi þessi viðbrögð við færslunni. Staðreyndin sé hins vegar sú að mál leikara í kvikmyndinni, sem hafi verið sakaður um kynferðisbrot, hafi fengið sinn gang í dómskerfinu. Fólk verði að fá annað tækifæri í lífinu. Þá geti umræðan líka leitt til þess að gerendur hætti að þora að segja frá og leita sér aðstoðar. „Mér finnst við vera að taka okkur of mikið vald með að úthýsa gerendum. Ég er ekki þekkingu, tíma eða reynslu til þess að lesa dómgögn og vega og meta hvort viðkomandi hafi verið saklaus eða ekki. Við þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana, við þurfum að fara að krefjast úrbóta í réttarkerfinu í stað þess að vera í þessari umræðu. Mér finnst að þessi pólaríserun gæti frekar verið til þess að við séum að ýta drengjum lengra inn í myrkrið.” Helga Ben og Ninna Karla Katrínardóttir, stjórnarkonur í Öfgum.Vísir/Adelina Antal Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur verið áberandi og hefur raunar kollvarpað umræðunni um kynferðisofbeldi hér á landi. En hver er þeirra sýn á þessi mál? „Við sjáum þetta öðruvísi. Segjum að það fari út frétt um Leynilögguna, þá frekar vöktum við kommentakerfin - upp á fræðsluna að gera. Við reynum ekki að tala neinn niður, við reynum að vera málefnaleg. Ef við sjáum að einhver frá okkur fór í manninn en ekki málefnið þá er það bara rætt - það er bara bannað,” segja Helga Ben og Ninna Karla Katrínardóttir, stjórnarkonur í Öfgum. Hópar sem hafa sprottið upp í tengslum við Metoo byltinguna, til dæmis Öfgar - sem var stofnaður fyrir um sex mánuðum, og Aktivismi gegn nauðgunarmenningu, hafa kollvarpað umræðunni um kynferðisofbeldi hér á landi, enda hafa þeir beitt sér mjög fyrir réttlátari málsmeðferð og þolendavænna samfélagi. Hóparnir urðu að mestu til á samfélagsmiðlum og samanstanda af fólki sem hefur sameiginlega sýn á málaflokkinn. Samtöl þeirra fara því að miklu leyti fram á netinu en þegar umræður þeirra þar eru skoðaðar má sjá hvernig hóparnir taka sig saman og beita sér gegn fólki sem hefur aðra sýn á málaflokkinn. Sjá má hvernig dregin eru fram nöfn fólks, sem til dæmis smellir á „like” við færslur hjá meintum gerendum eða fólki sem deilir ekki sömu hugsjón. Sömuleiðis fá dagskrárgerðarmenn skammir í hattinn fyrir að taka viðtöl við fólk sem hefur aðrar skoðanir en hóparnir tveir. Þannig má til dæmis sjá hvernig Gísli Marteinn Baldursson svarar fyrir sig, eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir að hafa boðið Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur í þáttinn til sín - en hún lék í fyrrnefndri Leynilöggu og skrifaði um daginn pistil um byrlanir sem olli miklum usla. Gísli Marteinn sagðist harma þetta og bauð Öfgakonum í framhaldinu í kaffi. Helga Ben og Ninna Karla segjast meðvitaðar um þau miklu áhrif sem hóparnir hafi haft í samfélaginu, sem sé fyrst og fremst mjög jákvætt, en vilja þó ekki endilega taka undir það að hópast sé gegn fólki sem deilir ekki þeirra skoðunum. Þær hafa heldur ekki orðið varar við að fólk þori ekki lengur að tjá sig af óttar við að lenda í ólgusjó internetsins. Leiðin sem við kunnum þangað til eitthvað breytist „Nei, ég hef ekki orðið vör við það,” segir Helga. „Mér finnst mjög gott hvað umræðan er orðin hávær. Það er mjög jákvætt að það eru fleiri og fleiri í okkar liði, ef svo má segja. Það eru fleiri og fleiri sem eru farnir að trúa þolandanum, taka upp hanskann fyrir þolendur og taka umræðuna. Umræðan er komin út um allt og mér finnst það mjög jákvætt,” bætir Ninna Karla við. Þá sé af og frá að ráðist sé gegn fólk - ávallt sé farið í málefnið en ekki manninn. Þær segja hins vegar að nú sé staðan orðin þannig að bregðast þurfi við. Stjórnvöld verði að grípa inn í. „Það er þekkt að má fyrnist hjá lögreglu og að það hefur ekkert upp á sig að kæra,” segir Helga. „Þau vita að það hefur ekkert upp á sig að kæra. Og það er kannski líka ástæðan fyrir þessari háværu umræðu í þjóðfélaginu. Réttarkerfið virkar ekki eins og staðan er í dag og þolendur eru að finna nýjar leiðir til þess að láta rödd sína heyrast og skila skömminni. Þetta er leiðin sem við kunnum núna þangað til að eitthvað breytist,” segir Ninna.
MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira