Perónistar misstu þingmeirihluta í fyrsta skipti í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 10:11 Kona greiðir atkvæði með aðstoð ungs barns í þingkosningum í Buenos Aires í gær. AP/Rodrigo Abd Stjórnarflokkur perónista í Argentínu missti meirihluta sinn á þingi í fyrsta skipti í tæp fjörutíu ár í þingkosningum sem fóru fram í gær. Vaxandi verðbólga og fátækt var flokki Albertos Fernandéz forseta dýrkeypt. Kosið var til helmings sæta í fulltrúadeild argentínska þingsins og þriðjungs sæta í öldungadeildinni. Perónistar voru fyrir kosningar með rúman meirihluta þingsæta í efri deildinni og stærsta þingflokkinn í þeirri neðri. Reuters-fréttastofan segir að þegar flest atkvæði hafa verið talin stefni í að íhaldsflokkar í stjórnarandstöðu sem hlutu slæma útreið í forsetakosningum fyrir tveimur árum hafi unnið mikilvæga sigra í helstu kjördæmum. Stjórnarflokkurinn tapaði meðal annars í höfuðborginni Buenos Aires, höfuðvígi sínu. Vinsældir Fernández forseta hafa dvínað verulega í kórónuveirufaraldrinum. Verðbólgudraugurinn er farinn á kreik og argentínski pesóinn hefur ekki staðið veikar gagnvart dollara þrátt fyrir stíf fjármagnhöft. Forsetinn hefur heitið því að leysa skuldavanda Argentínu í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kveða niður verðbólguna. Liður í því er að senda langtímafjárhagsáætlun til þingsins á næstu vikum sem er talið ein forsenda nýs samnings við sjóðinn. Argentína hefur verið að miklu leyti upp á náð og miskunn alþjóðlegra stofnana komin frá algeru efnahagshruni í landinu árið 2001. Milljónir Argentínumanna lentu þá neðan fátæktarmarka og hafa þurft að reiða sig á opinberar bætur frá ríkisstjórn perónista. Argentína Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Kosið var til helmings sæta í fulltrúadeild argentínska þingsins og þriðjungs sæta í öldungadeildinni. Perónistar voru fyrir kosningar með rúman meirihluta þingsæta í efri deildinni og stærsta þingflokkinn í þeirri neðri. Reuters-fréttastofan segir að þegar flest atkvæði hafa verið talin stefni í að íhaldsflokkar í stjórnarandstöðu sem hlutu slæma útreið í forsetakosningum fyrir tveimur árum hafi unnið mikilvæga sigra í helstu kjördæmum. Stjórnarflokkurinn tapaði meðal annars í höfuðborginni Buenos Aires, höfuðvígi sínu. Vinsældir Fernández forseta hafa dvínað verulega í kórónuveirufaraldrinum. Verðbólgudraugurinn er farinn á kreik og argentínski pesóinn hefur ekki staðið veikar gagnvart dollara þrátt fyrir stíf fjármagnhöft. Forsetinn hefur heitið því að leysa skuldavanda Argentínu í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kveða niður verðbólguna. Liður í því er að senda langtímafjárhagsáætlun til þingsins á næstu vikum sem er talið ein forsenda nýs samnings við sjóðinn. Argentína hefur verið að miklu leyti upp á náð og miskunn alþjóðlegra stofnana komin frá algeru efnahagshruni í landinu árið 2001. Milljónir Argentínumanna lentu þá neðan fátæktarmarka og hafa þurft að reiða sig á opinberar bætur frá ríkisstjórn perónista.
Argentína Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira