Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 14:29 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, segir eftirspurn á íbúðamarkaði vera svo mikla að framboð anni henni ekki. Vísir/Vilhelm Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent