Aron: Gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 21:00 Aron Kristjánsson var glaður eftir sigurinn á ÍBV. vísir/vilhelm Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að hans menn skyldu hafa náð í sigur gegn ÍBV þrátt fyrir mikið mótlæti. Haukar unnu leikinn, 36-35. „Það er gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik. Ég var óánægður með vörnina allan leikinn. Við vorum linir og alltaf eftir á, að bregðast við einhverju sem við vissum að væri að koma,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við skoruðum mikið af mörkum. Byrjunin á seinni hálfleik minnti á borðtennisleik, bæði lið misstu boltann og klikkuðu á dauðafærum. Við spiluðum okkur í mjög góð færi en klikkuðum á þeim. Við misstum þá fimm mörkum fram úr okkur en þetta var alltaf möguleiki. Við þurftum bara að fá nokkra bolta varða eða nokkrar góðar varnir. Og það gerðist undir lokin. Aron [Rafn Eðvarðsson] varði nokkra mjög góða bolta undir lokin og við settum Darra [Aronsson] fyrir framan í 5-1 vörninni. Það truflaði betur spilið milli skyttanna og við þvinguðum þá í nokkrar lélegar ákvarðanir og það var kannski lykilinn þegar uppi var staðið.“ Petar Jokanovic átti frábæra kafla í marki ÍBV og varði frá leikmönnum Hauka úr hverju dauðafærinu á fætur öðru undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta voru þvílík dauðafæri sem við klikkuðum á á tímabili. Sóknarleikurinn var góður og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin. Við vorum staðir og aumir.“ Þegar um tíu mínútur voru eftir breytti Aron um vörn, fór úr 6-0 vörn yfir í 5-1 vörn með Darra fyrir framan. Það virtist slá Eyjamenn út af laginu. „Við æfðum þetta aðeins í undirbúningnum. Við fórum stundum í 5-1 vörn í fyrra, aðeins öðruvísi afbrigði, spænskt sem við fórum í í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við svo í annað afbrigði af 5-1 vörn með hávaxinn mann fyrir framan. Það gekk mjög vel og er klárlega eitthvað sem getur verið ágætis vopn,“ sagði Aron. Heimir Óli Heimisson var rekinn af velli eftir tuttugu mínútur fyrir að gefa Degi Arnarssyni olnbogaskot. „Í hálfleik sagði leikmaður við mig að hann hafi ekki gert neitt. Leikmaður ÍBV hafi klipið hann og kastað sér aftur. Ég þarf bara að skoða þetta á myndbandi,“ sagði Aron að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
„Það er gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik. Ég var óánægður með vörnina allan leikinn. Við vorum linir og alltaf eftir á, að bregðast við einhverju sem við vissum að væri að koma,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við skoruðum mikið af mörkum. Byrjunin á seinni hálfleik minnti á borðtennisleik, bæði lið misstu boltann og klikkuðu á dauðafærum. Við spiluðum okkur í mjög góð færi en klikkuðum á þeim. Við misstum þá fimm mörkum fram úr okkur en þetta var alltaf möguleiki. Við þurftum bara að fá nokkra bolta varða eða nokkrar góðar varnir. Og það gerðist undir lokin. Aron [Rafn Eðvarðsson] varði nokkra mjög góða bolta undir lokin og við settum Darra [Aronsson] fyrir framan í 5-1 vörninni. Það truflaði betur spilið milli skyttanna og við þvinguðum þá í nokkrar lélegar ákvarðanir og það var kannski lykilinn þegar uppi var staðið.“ Petar Jokanovic átti frábæra kafla í marki ÍBV og varði frá leikmönnum Hauka úr hverju dauðafærinu á fætur öðru undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta voru þvílík dauðafæri sem við klikkuðum á á tímabili. Sóknarleikurinn var góður og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin. Við vorum staðir og aumir.“ Þegar um tíu mínútur voru eftir breytti Aron um vörn, fór úr 6-0 vörn yfir í 5-1 vörn með Darra fyrir framan. Það virtist slá Eyjamenn út af laginu. „Við æfðum þetta aðeins í undirbúningnum. Við fórum stundum í 5-1 vörn í fyrra, aðeins öðruvísi afbrigði, spænskt sem við fórum í í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við svo í annað afbrigði af 5-1 vörn með hávaxinn mann fyrir framan. Það gekk mjög vel og er klárlega eitthvað sem getur verið ágætis vopn,“ sagði Aron. Heimir Óli Heimisson var rekinn af velli eftir tuttugu mínútur fyrir að gefa Degi Arnarssyni olnbogaskot. „Í hálfleik sagði leikmaður við mig að hann hafi ekki gert neitt. Leikmaður ÍBV hafi klipið hann og kastað sér aftur. Ég þarf bara að skoða þetta á myndbandi,“ sagði Aron að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36