„Ég var mjög ánægður með leikinn. Sóknarleikurinn var agaður, okkur tókst að hlaupa heim og stilla upp í vörn,“ sagði Gunnar Magnússon sem var ánægður með allt hjá sínu liði.
KA ógnaði aldrei forskoti Aftureldingar og var tilfinning Gunnars alltaf góð gegnum gangandi út allan leikinn.
„Mér leið vel allan leikinn. Mér fannst við hafa ákveðið tak á þeim og forskotið okkar hefði getað verið stærra en það var á tímabili í leiknum.“
Gunnar var ánægður með hvað hans menn fækkuðu tæknifeilunum frá síðasta leik.
„Í Vestmannaeyjum vorum við með 18 tapaða bolta og markvarslan var minni. Við breyttum því í kvöld og oft þarf skýringin ekki að vera meiri en þetta.“
Hamza Kablouti, leikmaður Aftureldingar, er á leið til Víkings á lán fram að áramótum. Gunnar Magnússon sagði að það yrði formlega gengið frá þessu í vikunni.