Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hafa valið að fara þá leið að upplýsa fólk og veita því frelsi til að velja. Vísir/Vilhelm Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira