Fyrsti rammasamningur Íslands við UNFPA Heimsljós 16. nóvember 2021 15:30 Samningurinn gildir til loka árs 2023. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Ib Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), skrifuðu í gær undir rammasamning um stuðning Íslands við UNFPA. Með samningnum formfestir Ísland stuðning sinn við stofnunina og fylgir eftir skuldbindingu í verkefninu Kynslóð jafnréttis sem forsætisráðherra Íslands tilkynnti á leiðtogafundi í París síðastliðið sumar. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og leggur áherslu á svokölluð kjarnaframlög sem veita stofnuninni fyrirsjáanleika og sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni. Íslensk stjórnvöld þrefalda með samningnum kjarnaframlög til UNFPA á næstu tveimur árum og nema þau 100 milljónum króna árið 2022. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og sinnir fæðingarþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd. Jafnframt vinnur sjóðurinn með stjórnvöldum ríkja að því að forgangsraða þörfum kvenna og stúlkna í samræmi við markmið hans um að tryggja gerð fjölskylduáætlana, vinna að forvörnum gegn mæðradauða, kynbundnu ofbeldi og skaðlegum hefðum svo sem limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent
Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Ib Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), skrifuðu í gær undir rammasamning um stuðning Íslands við UNFPA. Með samningnum formfestir Ísland stuðning sinn við stofnunina og fylgir eftir skuldbindingu í verkefninu Kynslóð jafnréttis sem forsætisráðherra Íslands tilkynnti á leiðtogafundi í París síðastliðið sumar. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og leggur áherslu á svokölluð kjarnaframlög sem veita stofnuninni fyrirsjáanleika og sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni. Íslensk stjórnvöld þrefalda með samningnum kjarnaframlög til UNFPA á næstu tveimur árum og nema þau 100 milljónum króna árið 2022. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og sinnir fæðingarþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd. Jafnframt vinnur sjóðurinn með stjórnvöldum ríkja að því að forgangsraða þörfum kvenna og stúlkna í samræmi við markmið hans um að tryggja gerð fjölskylduáætlana, vinna að forvörnum gegn mæðradauða, kynbundnu ofbeldi og skaðlegum hefðum svo sem limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent