Sú fyrri er viðureign Stockport og Bolton í FA bikarnum klukkan 19:40 á Stöð 2 Sport 2. Liðin skildu jöfn, 2-2, fyrir rúmri viku og því þurfa þau að mætast á ný til að skera úr um hvort liðið heldur áfram í elstu og virtustu bikarkeppni heims.
Seinni útsending dagsins er á Stöð 2 eSports, en klukkan 21:00 er Babe Patrol á dagskrá. Þar mæta þær Alma, Eva, Högna og Kamila og munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone.