Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í gærkvöldi eða nótt og vistaður í fangageymslu. Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna manns sem hafði verið að elta þrjár konur en sá fannst ekki við eftirgrennslan.
Lögregla var einnig kölluð til vegna ofurölvi manns við andyrri húss. Var honum vísað á brott. Þá var lögreglu gert viðvart þegar ökumaður ók á kyrrstæða bifreið við verslunarmiðstöð og lét sig hverfa. Unnið er að rannsókn málsins og segist lögregla hafa upplýsingar til að vinna með.