Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 15:00 Naomi Osaka er ein stærsta íþróttastjarna heims. getty/TPN Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í byrjun mánaðarins sagði Peng að Zhang Gaoli, sem var varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Þá var ekki einu sinni hægt að leita eftir orðinu tennis á Weibo sem kínverski kommúnistaflokkurinn vaktar. Ekki hefur sést til Peng frá því að hún skrifaði færsluna. Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur þó fengið það staðfest að Peng sé ekki í hættu. Enn hefur þó ekki náðst í hana. Nokkrar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af Peng, nú síðast Osaka. „Nýlega var mér tjáð að tenniskona hefði horfið eftir að hún greindi frá því að hún hefði verið misnotuð kynferðislega,“ skrifaði Osaka á Twitter. „Ég vona að Peng Shuai og fjölskylda hennar séu örugg og í lagi. Ég er í áfalli yfir stöðunni og sendi henni ást og ljós.“ Klippa: Áhyggjufull Osaka Forseti WTA, Steve Simon, hrósaði Peng fyrir hugrekki sitt og hvatti kínversk yfirvöld til að rannsaka ásakanir hennar gegn Zhang. Hann hefur ekki tjáð sig um þær hingað til. Peng, sem er 35 ára, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Um tíma var hún í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik. Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo í byrjun mánaðarins sagði Peng að Zhang Gaoli, sem var varaforsætisráðherra Kína á árunum 2013-18, hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Þá var ekki einu sinni hægt að leita eftir orðinu tennis á Weibo sem kínverski kommúnistaflokkurinn vaktar. Ekki hefur sést til Peng frá því að hún skrifaði færsluna. Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur þó fengið það staðfest að Peng sé ekki í hættu. Enn hefur þó ekki náðst í hana. Nokkrar tennisstjörnur hafa lýst yfir áhyggjum sínum af Peng, nú síðast Osaka. „Nýlega var mér tjáð að tenniskona hefði horfið eftir að hún greindi frá því að hún hefði verið misnotuð kynferðislega,“ skrifaði Osaka á Twitter. „Ég vona að Peng Shuai og fjölskylda hennar séu örugg og í lagi. Ég er í áfalli yfir stöðunni og sendi henni ást og ljós.“ Klippa: Áhyggjufull Osaka Forseti WTA, Steve Simon, hrósaði Peng fyrir hugrekki sitt og hvatti kínversk yfirvöld til að rannsaka ásakanir hennar gegn Zhang. Hann hefur ekki tjáð sig um þær hingað til. Peng, sem er 35 ára, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna í tvíliðaleik. Um tíma var hún í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik.
Tennis Kína Kynferðisofbeldi Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira