Dr. Football telur að það þurfi að fækka fótboltafélögum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Víkingur og KR voru tvö efstu Reykjavíkurfélögin í Pepsi Max deildinni í ár. Hér eigast KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson og Víkingur Karl Friðleifur Gunnarsson við. Vísir/Hulda Margrét Hjörvar Hafliðason, eigandi hlaðvarpsins Dr. Football og knattspyrnusérfræðingur, hefur ákveðnar skoðanir á því sem þarf að gerast í íslenskri knattspyrnu svo að íslenskir knattspyrnukarlar fari aftur að ná árangri. Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR. Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR.
Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn