Hrekkirnir geti valdið fólki miklu hugarangri Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. nóvember 2021 14:00 Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, biðlar til fólks að gera alls ekki símaat í aðra. Nokkuð hefur verið um símahrekki víða á landinu undanfarið en lögreglan telur að rekja megi símtölin til smáforrits þar sem finna má tilbúnar upptökur á íslensku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir símtölin geta valdið fólki miklu hugarangri og hvetur eindregið gegn notkun forritsins. Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16