Canestrelli lék sinn fyrsta leik fyrir U21 lið Ítala í 4-2 sigri á Rúmeníu í vináttlandsleik á Stadio Benito Stirpe.
Canestrelli, sem er miðvörður, byrjaði leikinn hörmulega þegar hann sendi boltann í eigið mark á 29. mínútu. Rúmenar komust í 2-0 og voru 2-1 yfir í hálfleik.
29 minutes: Own goal
— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 17, 2021
61 minutes: Equaliser
68 minutes: Scores to put Italy ahead
71 minutes: Hat-trick
Simone Canestrelli's U21 debut was something off Football Manager pic.twitter.com/jXdhIUBkcq
Þá tók Canestrelli til sinna ráða og raðaði inn mörkum í rétt mark.
Hann jafnaði metin á 61. mínútu, kom Ítölum yfir sjö mínútum síðar og endaði síðan á því að innsigla sigurinn með fjórða markinu og hans þriðja á aðeins tíu mínútum.
Öll þrjú mörkin skoraði Canestrelli með skalla.
Simone Canestrelli er fæddur árið 2000 og spilar með Crotone á lánssamning. Hann kom upp hjá Empoli sem lánaði hann til Crotone.
Canestrelli hafði spilað þrettán leiki fyrir önnur yngri landslið Ítala og aðeins skorað í þeim eitt mark enda varnarmaður.
Hann hefur skorað tvö mörk í tíu leikjum með Crotone í ítölsku b-deildinni á þessu tímabilinu en bæði mörkin komu í sama leik.
RISULTATO FINALE
— Nazionale Italiana (@Azzurri) November 16, 2021
#ItaliaRomania 4 -2
Canestrelli (OG) 29 , Racovitan 41 , #Mulattieri 42 , #Canestrelli 61 68 70
Ottima seconda frazione degli #Azzurrini che ribaltano il risultato del primo tempo segnando tre reti #VivoAzzurro pic.twitter.com/WuIEnfZw8W