Glódís Perla kom inn af bekknum er Bayern lagði Lyon | Ekkert vesen á Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 22:05 Leikmenn Bayern fagna sigrinum að leik loknum. Sven Hoppe/Getty Images Bayern München vann 1-0 sigur á Lyon í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern undir lok leiks. Þá vann Arsenal 3-0 sigur á HB Köge. Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55