Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:00 Tilfærslurnar yllu mismiklum viðbrigðum fyrir viðskiptavini. Vísir/Ragnar ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira