Heimamenn frá Barcelona tók forystuna snemma leiks og náðu mest fjögurra marka forskoti í stöðunni 10-6. Þá hrukku gestirnir þó í gang og skoruðu níu mörk gegn tveimur mörkum gestanna og náðu þriggja marka forystu.
Kielce hélt forystuni út hálfleikinn, og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-19, gestunum í vil.
Mikið jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og liðin skiptust á að skora. Gestirnir frá Póllandi gáfu forystuna þó aldrei frá sér og unnu að lokum virkilega sterkan tveggja marka sigur, 30-32.
Sigvaldi björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson voru báðir í hóp hjá Kielce, en hvorugur komst á blað. Liðið er nú á toppi B-riðils með 12 stig, þremur stigum meira en Barcelona sem situr í öðru sæti.