Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2025 21:45 Carrick hrósaði Arsenal liðinu fyrir spilamennsku sína. Sýn/Getty Images Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira