Haustið 2017 sendi Paine konunni nokkur dónaleg skilaboð, þar á meðal mynd af getnaðarlim sínum. Ástralska krikketsambandið rannsakaði málið eftir að konan kvartaði undan skilaboðum Paines. Hann var hins vegar hreinsaður af ásökununum og málinu var haldið leyndu.
Í hélt Paine blaðamannafund þar sem hann sem sagðist hafa ákveðið að hætta sem fyrirliði ástralska liðsins. Hann tók þessa ákvörðun eftir að hann frétti að skilaboðin yrðu gerð opinber.
„Þótt ég hafi verið hreinsaður af ásökunum sá ég mikið eftir þessu á sínum tíma og geri enn. Ég ræddi við eiginkonu mína og fjölskyldu á sínum tíma og er þeim ævinlega þakklátur fyrir að fyrirgefa mér og styðja við bakið á mér,“ sagði Paine. Hann hefur verið giftur í fimm ár og á tvö börn með eiginkonu sinni, Bonnie.
Þrátt fyrir að vera ekki lengur fyrirliði er Paine enn í ástralska landsliðinu sem mætir Englandi í the Ashes í næsta mánuði.
Paine hafði verið fyrirliði ástralska landsliðsins síðan 2018. Búist er við að Pat Cummins taki við þeirri stöðu af Paine.