Þjóðkirkjan sýknuð af 70 milljóna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 09:25 Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp, en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu af sjötíu milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns vegna þess sem hann taldi vera ólöglega uppsögn. Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda. Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda.
Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira