Kim Kardashian hjálpaði afgönskum fótboltastelpum að flýja ógnarstjórn Talíbana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Kim Kardashian West borgaði flug fyrir afganskt fótboltalið og fjölskyldur þeirra til Bretlands. getty/Gotham/Gotham Kim Kardashian West átti stóran þátt í því hjálpa ungum fótboltakonum frá Afganistan að flýja ógnarstjórn Talíbana. Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu. Fótbolti Afganistan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu.
Fótbolti Afganistan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn