Auka þjónustu við aldraða til að draga úr álagi á spítalann Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. nóvember 2021 18:12 Sjúkratryggingar Íslands Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjúkratryggingar sömdu í dag við Reykjavíkurborg um aukna þjónustu við aldraða í heimahúsum en forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að með breytingunum sé meðal annars verið að draga úr álagi á bráðamóttökunni. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið við Reykjavíkurborg um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU. Um er að ræða sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur en það samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Samhliða því hefur verið samið um styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni til að geta sinnt aukinni eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymisins. Þá verður velferðartækni nýtt í auknum mæli til að styðja við búsetu fólks í heimahúsi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir hugsunina sú að færa hluta af þjónustu sem annars hefði verið veitt á sjúkrahúsum heim til einstaklinga. Það muni meðal annars draga úr álagi sem er nú á Landspítala, sérstaklega á bráðamóttökunni. „Við erum í rauninni að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita á bráðamóttökuna til þess að fá þjónustuna og í staðinn komi þjónustan meira heim til hins aldraða. Þannig þetta bæði styður við búsetu aldraðra á eigin heimili og léttir líka undir á bráðamótttökunni,“ segir María. Með breytingunum verður þjónusta SELMU teymisins aukin til muna þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins verða á vakt til 20 alla virka daga en hafa hingað til aðeins verið til 17. Þá verður teymið starfrækt um helgar og veitir þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá klukkan 10 til 16. Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið við Reykjavíkurborg um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU. Um er að ræða sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur en það samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Samhliða því hefur verið samið um styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni til að geta sinnt aukinni eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymisins. Þá verður velferðartækni nýtt í auknum mæli til að styðja við búsetu fólks í heimahúsi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir hugsunina sú að færa hluta af þjónustu sem annars hefði verið veitt á sjúkrahúsum heim til einstaklinga. Það muni meðal annars draga úr álagi sem er nú á Landspítala, sérstaklega á bráðamóttökunni. „Við erum í rauninni að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita á bráðamóttökuna til þess að fá þjónustuna og í staðinn komi þjónustan meira heim til hins aldraða. Þannig þetta bæði styður við búsetu aldraðra á eigin heimili og léttir líka undir á bráðamótttökunni,“ segir María. Með breytingunum verður þjónusta SELMU teymisins aukin til muna þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins verða á vakt til 20 alla virka daga en hafa hingað til aðeins verið til 17. Þá verður teymið starfrækt um helgar og veitir þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá klukkan 10 til 16.
Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00
Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31
Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42