Dýrið hafði stokkið í gegnum glugga á kirkjunni og var á vappi um salinn.
AP fréttaveitan segir að þrír starfsmenn kirkjunnar hafi hlaðið tálma til að koma í veg fyrir að dádýrið kæmist úr salnum en eins og sjá má á myndbandi sem kirkjan birti í vikunni, þá fór dýrið upp á svalir í kirkjusalnum.
AP fréttaveitan hefur eftir Amöndu Eicher, einum af prestum kirkjunnar, að dádýrið hafi skorið sig á rúðunni sem það stökk í gegnum og blóð hafi lekið á teppið. Að öðru leyti hafi það valdið litlum skemmdum.
Með myndbandi sem kirkjan birti á Facebook segir að dádýrið hafi yfirgefið kirkjuna með styrk frá guði til að takast á við nýhafið veiðitímabil.