Lakers skellt í Baunaborginni í nótt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. nóvember 2021 09:30 Marcus Smart á leið að körfunni í nótt EPA-EFE/CJ GUNTHER Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors
NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira