Sport

Hamilton á ráspól í Katar

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Hamilton tók ráspólinn í dag
Hamilton tók ráspólinn í dag EPA-EFE/HAMAD I MOHAMMED

Hinn breski Lewis Hamilton, sigursælasti ökuþór sögunnar, er á ráspól í Formúla eitt kappakstrinum í Katar sem fram fer á morgun.

Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, ræsir fyrstur á morgun eftir að hafa náð bestum tíma í tímatökunum sem fóru fram rétt í þessu. Hann skaut þar með helsta keppinaut sínum, Max Verstappen hjá RedBull, ref fyrir rass en Verstappen ræsir númer tvö á morgun. Valtteri Bottas hjá Mercedes átti bestan tíma á æfingum gærdagsins en náði ekki að fylgja því alveg eftir og ræsir þriðji.

Verstappen hefur fjórtán stiga forystu á Hamilton í keppni ökuþóra og hefur haldið smávægilegri fjarlægð í keppninni í nokkrar vikur en það eru þrjár keppnir eftir.

Hamilton hefur reynst skipuleggjendum keppninnar í Katar óþægur ljár í þúfu en hann hefur ítrekað bent á mannréttindabrot stjórnvalda. Nú síðast gagnvart hinsegin fólki en Hamilton bar hjálm í tímatökunum sem var í regnbogalitunum.

Niðurstöður tímatökunnar:

1. Lewis Hamilton, Mercedes.

2. Max Verstappen, RedBull.

3. Valtteri Bottas, Mercedes.

4. Pierre Gasly, AlphaTauri.

5. Fernando Alonso, Ferrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×