Sjúkraliðar eru í liði með þér Sandra B. Franks skrifar 21. nóvember 2021 09:00 Eitt er víst, við deyjum öll. Og ef við erum heppin fáum við að eldast og verða gömul. Lífið er allskonar og mörg okkar veikjast eða slasast á lífsleiðinni. Þegar það gerist njótum við umhyggju, hjúkrunar og lækninga fjölmargra fagstétta og einstaklinga. Ein þessara stétta eru sjúkraliðar. Stéttin sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Við sinnum nærhjúkrun og erum því mjög nálægt þeim sem þurfa aðstoð á erfiðustu stundum lífsins. Af faglegri umhyggju og alúð meta sjúkraliðar líðan sjúklinga og daglegt ástandi þeirra, veita þeim viðeigandi aðstoð við athafnir daglegs lífs og styðja þá til að auka sjálfsbjargargetu sína. 55 ára Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað sem fagfélag þann 21. nóvember 1966. Menntun og starf sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir. Þörfin fyrir sjúkraliða mun aukast næstu árin enda er þjóðin að eldast og lífstílstengdir sjúkdómar eru í sókn. En skortur á sjúkraliðum snýst ekki bara um fjölda þeirra, heldur einnig um að þeim sé gert kleift að nýta kunnáttu sína og færni, samhliða breyttu starfsumhverfi og þróun starfa við hjúkrun. Í samstarfi með öðrum fagstéttum vinna sjúkraliðar innan sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslunnar og í heimahjúkrun. Þar stöndum við vaktina á tímum Covid, alla daga allan sólarhringinn og alltaf þegar á þarf að halda. Í raun er fátt sem er sjúkraliðum óviðkomandi, við sinnum fólki allt æviskeiðið. Okkar markmið er ykkar vellíðan og nærhjúkrun. Sjúkraliðar eru í liði með þér, allt fram í andlátið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt er víst, við deyjum öll. Og ef við erum heppin fáum við að eldast og verða gömul. Lífið er allskonar og mörg okkar veikjast eða slasast á lífsleiðinni. Þegar það gerist njótum við umhyggju, hjúkrunar og lækninga fjölmargra fagstétta og einstaklinga. Ein þessara stétta eru sjúkraliðar. Stéttin sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Við sinnum nærhjúkrun og erum því mjög nálægt þeim sem þurfa aðstoð á erfiðustu stundum lífsins. Af faglegri umhyggju og alúð meta sjúkraliðar líðan sjúklinga og daglegt ástandi þeirra, veita þeim viðeigandi aðstoð við athafnir daglegs lífs og styðja þá til að auka sjálfsbjargargetu sína. 55 ára Sjúkraliðafélag Íslands var stofnað sem fagfélag þann 21. nóvember 1966. Menntun og starf sjúkraliðastéttarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir. Þörfin fyrir sjúkraliða mun aukast næstu árin enda er þjóðin að eldast og lífstílstengdir sjúkdómar eru í sókn. En skortur á sjúkraliðum snýst ekki bara um fjölda þeirra, heldur einnig um að þeim sé gert kleift að nýta kunnáttu sína og færni, samhliða breyttu starfsumhverfi og þróun starfa við hjúkrun. Í samstarfi með öðrum fagstéttum vinna sjúkraliðar innan sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, heilsugæslunnar og í heimahjúkrun. Þar stöndum við vaktina á tímum Covid, alla daga allan sólarhringinn og alltaf þegar á þarf að halda. Í raun er fátt sem er sjúkraliðum óviðkomandi, við sinnum fólki allt æviskeiðið. Okkar markmið er ykkar vellíðan og nærhjúkrun. Sjúkraliðar eru í liði með þér, allt fram í andlátið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun