Verstappen fékk fimm sæta refsingu fyrir að hægja ekki á sér þegar að veifað var gulu flaggi tvisvar sinnum. Refsingin er áfall fyrir Verstappen sem átti að ræsa annar á eftir Lewis Hamilton í kappakstrinum en Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, leiðir keppni ökuþóra með fjórtán stigum.
Valtteri Bottas hjá Mercedes fékk einnig refsingu, en hann ræsir fimmti eftir að hafa fengið þriggja sæta refsingu. Refsing Bottas er minni en Verstappen því hann hunsaði bara gula flaggið einu sinni.
BREAKING: Qatar grid penalties confirmed by the race stewards for Max Verstappen (five places) and Valtteri Bottas (three places) #QatarGP #F1 pic.twitter.com/GRrHdpaXv8
— Formula 1 (@F1) November 21, 2021
Sem fyrr segir er fjórtán stiga munur á Verstappen og Lewis Hamilton í keppni ökuþóra. Toppsætið gefur 25 stig svo Hamilton er í dauðafæri að minnka muninn á toppnum. Það liggur allavega ljóst fyrir að keppnin milli þeirra tveggja verður æsispennandi í síðustu þremur keppnunum.