Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson þurfti því að verma varamannabekkinn en þeir hafa háð harða baráttu um byrjunarliðssætið undanfarnar vikur.
Elías settur á bekkinn eftir 3-0 tap fyrir AGF í síðustu umferð.
Midtjylland komst í forystu með marki úr vítaspyrnu á 13.mínútu en tvö mörk frá Mikael Uhre skömmu fyrir leikhlé tryggðu Bröndby 1-2 sigur í leiknum.
Þrátt fyrir tapið er Midtjylland með fjögurra stiga forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.