Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 20:10 Tveir sigrar í röð hjá Gróttunni. Stöð 2/Skjáskot Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“ Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“
Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36