Segir að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið Þór um að hætta með handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 09:00 Þór er í 4. sæti Grill 66 deildar karla. akureyri.net/skapti hallgrímsson Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa beðið hæstráðendur hjá Þór að hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. „Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum. Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum.
Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti