Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 12:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. „Matvælastofnun á að hafa yfirlit fyrir þetta og ég vænti þess að tekið verði á þessum háttum af fullri alvöru og sem skjótast,“ segir Kristján Þór. Heimildarmynd sem birt var í gær um blóðtöku mera hér á landi hefur vakið gríðarlega athygli, hér á landi og víða um heim, en í myndinni sjást bændur beita hryssurnar miklu og grófu ofbeldi. „Þetta er þeim til háborinnar skammar sem að þessu koma með þessum hætti sem myndin dregur fram,“ segir Kristján Þór. „Ég er ekki á þeim stað að við séum í stakk búin til að ákveða hvort við eigum að hætta þessu hér og nú. En það er augljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að það eru ákveðnir vankantar á þessu.“ Efast um að slæm meðferð sé viðhöfð alls staðar Fréttastofa náði tali af ríkisstjórninni að loknum fundi þeirra í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og dýralæknir, segir að myndin hafi vakið óhug hjá sér en efast um að þessi slæma meðferð sé viðhöfð alls staðar. „Ég held að þetta geti ekki verið svona, af því litla sem ég þekki til þessa,“ segir hann, en vill heldur ekki meta það hvort láta þurfi af starfseminni. „Þetta getur allavega ekki átt sér stað með þessum hætti og ég veit að Matvælastofnun hefur verið að auka eftirlit sitt á síðustu árum. Ég veit líka til þess, þar sem þetta er gert með öðrum hætti, að þar eru þessi vinnubrögð allt önnur.“ Aðspurð bendir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landbúnaðarráðuneytið í þessum málum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Það skiptir miklu máli að við tryggjum velferð dýra og þetta vekur sannarlega upp spurningar um hana.“ Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
„Matvælastofnun á að hafa yfirlit fyrir þetta og ég vænti þess að tekið verði á þessum háttum af fullri alvöru og sem skjótast,“ segir Kristján Þór. Heimildarmynd sem birt var í gær um blóðtöku mera hér á landi hefur vakið gríðarlega athygli, hér á landi og víða um heim, en í myndinni sjást bændur beita hryssurnar miklu og grófu ofbeldi. „Þetta er þeim til háborinnar skammar sem að þessu koma með þessum hætti sem myndin dregur fram,“ segir Kristján Þór. „Ég er ekki á þeim stað að við séum í stakk búin til að ákveða hvort við eigum að hætta þessu hér og nú. En það er augljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að það eru ákveðnir vankantar á þessu.“ Efast um að slæm meðferð sé viðhöfð alls staðar Fréttastofa náði tali af ríkisstjórninni að loknum fundi þeirra í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og dýralæknir, segir að myndin hafi vakið óhug hjá sér en efast um að þessi slæma meðferð sé viðhöfð alls staðar. „Ég held að þetta geti ekki verið svona, af því litla sem ég þekki til þessa,“ segir hann, en vill heldur ekki meta það hvort láta þurfi af starfseminni. „Þetta getur allavega ekki átt sér stað með þessum hætti og ég veit að Matvælastofnun hefur verið að auka eftirlit sitt á síðustu árum. Ég veit líka til þess, þar sem þetta er gert með öðrum hætti, að þar eru þessi vinnubrögð allt önnur.“ Aðspurð bendir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landbúnaðarráðuneytið í þessum málum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Það skiptir miklu máli að við tryggjum velferð dýra og þetta vekur sannarlega upp spurningar um hana.“
Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira