Leiðtogar 21. aldarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun