Spurði Söru Sigmunds hvort hún væri einmana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir fékk sérstaka spurningu í viðtali í gær. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur farið í gegnum mörg viðtölin á ferli sínum en ein spurning í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast í gær kom okkar konu örugglega aðeins á óvart. Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira