„Kannski það sé ástæða þess að ég er ein?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 15:32 Tónlistarkonan og diskódívan Þórunn Antonía er ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins. Í viðtalsliðnum Boneorðin 10 segir hún frá því hvað það er sem heillar hana og hvað ekki. „Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós,“ segir tónlistarkonan og poppgyðjan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Þórunn var á dögunum valin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins á vefnum mbl.is. Söngkonan Þórunn Antonía er án vafa ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins. Það er sjaldan lognmolla í kringum þessa glaðværu glimmerdívu sem segir heimsfaraldurinn sannarlega hafa haft áhrif á stöðuleikann og starf tónlistarfólks. Í sjálfboðavinnu sem uppistandari og tilraunakokkur „Undir venjulegum kringumstæðum starfa ég sem tónlistarkona og skemmtikraftur, en þessi heimsfaraldur hefur aðeins sett strik í reikninginn. Þetta hefur verið svona dramatísk haltu mér - slepptu mér stemming í smá tíma.“ Þórunn ákvað því að freista þess að láta langþráðan draum rætast og útskrifaðist sem jógakennari hjá Yoga Shala nú í haust. Annars starfa ég líka sem uppistandari og tilraunakokkur fyrir börn, samt svona heima við. Þetta er auðvitað hundrað prósent sjálfboðastarf eins og er en þau hlæja að öllum bröndurum mínum og borða flest allt sem ég elda, þannig að þetta er á réttri leið. Þórunn fluttist aftur til Reykjavíkur frá Hveragerði nú í sumar og segist hún kunna afar vel við sig í dásamlegri íbúð í vesturbænum. Þórunn ákvað að láta langþráðan draum rætast og útskrifaðist sem jógakennari frá Yoga Shala nú í haust. „Ég deili rúmi með kettinum Eldi sem og tveimur dásamlegum börnum. Þau virðast reyndar halda að ég heiti Þórunn Áttanía og ég er svo sem ekkert að leiðrétta það. Oftast kalla þau mig þó mamma. Þau er best.“ Hvernig finnst þér stefnumótamenningin á Íslandi? „Ég er vandræðalega týpan sem fer ekki mikið á stefnumót. Mér finnst skemmtilegt að mynda tengsl við fólk í raunheimi en er ekki mjög brött þegar kemur að einhverjum blindum stefnumótum. Ég hef bara ekki mikla reynslu af svona casual deit menningu eins og tíðkast til dæmis í Bandaríkjunum. Mér finnst það fallegt þegar fólk er einlægt og vill hittast edrú í dagsbirtu og sjá hvort það sé alvöru tenging til staðar.“ Heillast ekki af eldislaxinum á Tinder Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? „Guð já. Vinkona mín setti einhvern tímann Tinder í símann minn en ég fer aldrei þangað inn og hef á öllum þeim árum mátað mig hugsanlega við tvo menn, sem ég þekkti áður. Ég er ekki mikið fyrir að dæma bókina eftir forsíðumyndinni og heillast frekar af samkennd, húmor og dýpt en eldislaxinum sem þú heldur á eins og hann hafi poppað út úr legi Laxá í Kjós. Ég tala nú ekki um svona, upp undir hökuna nærmynd. „Svo eru það menn sem birta myndir af sér með börnunum sínum á Tinder. Hvað er það eiginlega? Mér finnst þetta svona: „Hæ, þennan vantar mömmu, ertu til?““ Þegar kemur að því að sýna einhverjum áhuga segist Þórunn ekki vera með neina sérstaka taktík heldur láti hún það ráðast eftir stemmningu. Ertu með einhverja ákveðna taktík þegar þú finnur að einhver vekur áhuga þinn? „Nei, ég er spunakona. Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós. Ég hata allt svona sem er fyrirfram ákveðið. Ég reyndar get hvorki fylgt uppskrift né landakorti svo að taktík er eitthvað sem á illa við mig. Kannski það sé ástæða þess að ég er ein? Hver veit.“ Ertu rómantísk? „Já og nei. Ekki í svona vestrænum menningarlegum skilningi. Ég myndi frekar vilja horfa á heimildarmynd um seinni heimsstyrjöldina eða fjöldamorðingja en að eyða tíma mínum í rómantískar myndir. Þær myndir hafa sumar hverjar skaðandi boðskap og skapa eltihrella menningu og óraunhæfar væntingar um mannleg samskipti. En jú ég er samt rómantísk en kannski að sökum þess að ég reyni að passa hjartað mitt vel hleypi ég jafnvel ekki mikilli rómantík í lífið. En svona litlir rómantískir hlutir eins og að hlusta þegar fólk talar og heyra hvað það segir varðandi mörk sín og slíkt finnst mér rómantískt. Þegar manneskja segist til dæmis vera tilbúin til að fara á stefnumót en ekki vilja fara of hratt, þá er ekki málið að setja bara í fimmta í gír og fara í það að Love-booma! Það virkar bara öfugt á mann.“ Einlægni er ofurkraftur Draumastefnumótið eða draumamakinn? „Einhver sem fyrst og fremst hefur unnið aðeins í sér og þekkir sína bresti og kosti. Ég hef tekið út minn skammt af dramatík þannig að ákjósanlegast er að það sé manneskja sem nær að hlæja og líta á björtu hliðarnar þrátt fyrir allskonar skít sem lífið á til að fleygja til manns. Lífsglaður og þakklátur einstaklingur.“ Ef dóttir mín fengi að velja væri kærastinn minn enskumælandi maður sem elskar að þrífa. Varðandi draumastefnumótið segir Þórunn að best væri að það tengdist hvorki snjó né djassi. „Frekar bara eitthvað látlaust og fyndið. Ég set alltaf smá spurningarmerki við of mikla sýndarmennsku í fyrstu skrefum tilhugalífsins. Einlægni er ofurkraftur.“ Einlægi er ofurkraftur segir Þórunn sem kýs frekar látlaust og skemmtilegt stefnumót heldur en eitthvað ofurplanað. Hér fyrir neðan segir Þórunn frá þeim eiginleikum sem heilla hana og ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON Heiðarleiki - Ég heillast almennt að fólki sem þorir að vera heiðarlegt. Við málum öll mynd af okkur sem við viljum að heimurinn sjái en það eru yfirleitt litlu rifurnar og brestirnir sem sýna inn í innri manneskjuna. Yfirleitt er hún bara gölluð og frábær, hugsanlega með einhverjar greiningar. Greiningar eru samt bara ný orð í orðaforðann okkar en ekki einhver sleggjudómur um niðurrifið sjálfsmat. Ég elska að heyra um áföll fólks því hvernig þú mætir þeim segir svo ótal margt. Við erum öll bara ótrúlega ófullkomin að gera okkar besta og það er hin raunverulega tenging. Þakklæti - Flest erum við í þeirri stöðu að lifa bara drullu nettu lífi. Hversu oft leyfum við okkur að kvarta yfir hlutum sem raunverulega skipta engu máli? Það er svo gott að staldra stundum við og hugsa bara, Vá hvað ég er heppin! Telja upp litlu hlutina sem eru í raun þeir stærstu og þegar vanþakklætið hellist yfir mann að hugsa aðeins hvort að vandamálið sé raunverulegt eða svona „kampavínsvandamál“. Húmor - Já, já, já. Húmor er þrautsegja, húmor er ást, húmor er ein af greindustu leiðum okkar til þess að mæta áföllum, erfiðleikum og okkur sjálfum. Manneskja sem fær mann til að hlæja er einhver sem skilur að hlátur er allt. En þá meina ég samt ekki að þú fyllir upp í erfiðleika með gríni heldur mætir þeim með húmor og sjálfsmildi. Ég held að allir þeir sem elska manneskju með ríkan húmor séu heppnir einstaklingar því það er svo mikill kostur. Svo er líka húmor svo sexý! Bjartsýni - Að horfa frekar á hvernig er hægt að græja málin án þess að fara í aumingja ég fasann,. Halda bara áfram og hugsa; Þetta reddast því ég redda þessu! Bjartsýni er æfing. Að vera sítuðandi er ekkert nema slæmur ávani sem er bara ekki pláss fyrir. Bless Tuðmundur. Rík samkennd - Að geta sett sig í spor annarra er jú mjög mikilvægt. Það er til dæmis gott fyrsta deit-trick að geispa til að sjá hvort að manneskjan smitast að geispanum. Siðblint fólk hefur til dæmis enga samkennd og myndi ekki geispa á móti. Já, ég hef lesið mikið til allskonar aðferðir til þess að lesa í hegðum fólks. Þetta er bara svo áhugavert. OFF Hroki - Ég heillast alls ekki af hroka eða stjörnustælum. Mér er alveg drullusama hvað manneskjan gerir og vinnur við, ef þú kemur ekki fallega fram við fólk nenni ég ekki að tala við þig. Ef manneskja er til dæmis dónaleg við fólk í þjónustustörfum er það stórt rautt flagg. Það kostar ekkert að vera kurteis. Kattarofnæmi - Í minni bók er náttúrulega ekki hægt að tala við fólk sem þolir ekki ketti. Hvað er það? Kettir eru dásamlegir og ef þú ert með kattarofnæmi er ég ekki að fara bjóða þér heim. Punktur. Besserwisser - Að þurfa alltaf að hafa rétt fyrir sér er svona, Æji kommon! Segðu bara þína skoðun og ég mína og það er bara allt í lagi að vera ósammála. Nema þegar þú ert auðvitað að fara yfir mörk eða verja rasista eða kynferðisbrot þá fæ ég bara að labba út í staðinn fyrir að eiga samtalið. Þú rífst ekki við górillur. Þrjóska -Það að eiga erfitt með að segja fyrirgefðu og tjá tilfinningar er mjög óheillandi. Það er svo magnað að geta bara hlustað og sagt fyrirgefðu. Ekki fyrirgefðu en....þú ert bara svo viðkvæm, þetta var þér að kenna, eða slíkar gaslýsingar. Bara hlusta og taka það inn þegar maður særir fólk og biðjast einlægt fyrirgefningar. Baktal - Að tala illa um aðra. Já, það er bara ekki minn stíll. Sama þó ég eigi í erfiðum samskiptum við fólk er það bara á milli okkar. Ég hef enga þörf á því að skíta út annað fólk mér til skemmtunar og ég myndi ekki fíla að vera á stefnumóti og manneskjan myndi byrja á baktali. Fólk er allskonar og gengur í gegnum allskonar breytingar og þú veist aldrei hvað er í gangi, þannig að verum bara næs. Baktal er ekki gjaldmiðill í samskiptum og sýnir um leið hversu mikið óöryggi manneksjan sjálf býr yfir. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Þórunnar hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00 Fjörutíu prósent karla segjast yfirleitt sýna áhuga í gegnum skjáinn „Hæ, hvað segirðu? Ég sá þig á tónleikunum í gær og ákvað reyna að finna þig hér á Facebook!“ 22. nóvember 2021 15:25 Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía er án vafa ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins. Það er sjaldan lognmolla í kringum þessa glaðværu glimmerdívu sem segir heimsfaraldurinn sannarlega hafa haft áhrif á stöðuleikann og starf tónlistarfólks. Í sjálfboðavinnu sem uppistandari og tilraunakokkur „Undir venjulegum kringumstæðum starfa ég sem tónlistarkona og skemmtikraftur, en þessi heimsfaraldur hefur aðeins sett strik í reikninginn. Þetta hefur verið svona dramatísk haltu mér - slepptu mér stemming í smá tíma.“ Þórunn ákvað því að freista þess að láta langþráðan draum rætast og útskrifaðist sem jógakennari hjá Yoga Shala nú í haust. Annars starfa ég líka sem uppistandari og tilraunakokkur fyrir börn, samt svona heima við. Þetta er auðvitað hundrað prósent sjálfboðastarf eins og er en þau hlæja að öllum bröndurum mínum og borða flest allt sem ég elda, þannig að þetta er á réttri leið. Þórunn fluttist aftur til Reykjavíkur frá Hveragerði nú í sumar og segist hún kunna afar vel við sig í dásamlegri íbúð í vesturbænum. Þórunn ákvað að láta langþráðan draum rætast og útskrifaðist sem jógakennari frá Yoga Shala nú í haust. „Ég deili rúmi með kettinum Eldi sem og tveimur dásamlegum börnum. Þau virðast reyndar halda að ég heiti Þórunn Áttanía og ég er svo sem ekkert að leiðrétta það. Oftast kalla þau mig þó mamma. Þau er best.“ Hvernig finnst þér stefnumótamenningin á Íslandi? „Ég er vandræðalega týpan sem fer ekki mikið á stefnumót. Mér finnst skemmtilegt að mynda tengsl við fólk í raunheimi en er ekki mjög brött þegar kemur að einhverjum blindum stefnumótum. Ég hef bara ekki mikla reynslu af svona casual deit menningu eins og tíðkast til dæmis í Bandaríkjunum. Mér finnst það fallegt þegar fólk er einlægt og vill hittast edrú í dagsbirtu og sjá hvort það sé alvöru tenging til staðar.“ Heillast ekki af eldislaxinum á Tinder Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? „Guð já. Vinkona mín setti einhvern tímann Tinder í símann minn en ég fer aldrei þangað inn og hef á öllum þeim árum mátað mig hugsanlega við tvo menn, sem ég þekkti áður. Ég er ekki mikið fyrir að dæma bókina eftir forsíðumyndinni og heillast frekar af samkennd, húmor og dýpt en eldislaxinum sem þú heldur á eins og hann hafi poppað út úr legi Laxá í Kjós. Ég tala nú ekki um svona, upp undir hökuna nærmynd. „Svo eru það menn sem birta myndir af sér með börnunum sínum á Tinder. Hvað er það eiginlega? Mér finnst þetta svona: „Hæ, þennan vantar mömmu, ertu til?““ Þegar kemur að því að sýna einhverjum áhuga segist Þórunn ekki vera með neina sérstaka taktík heldur láti hún það ráðast eftir stemmningu. Ertu með einhverja ákveðna taktík þegar þú finnur að einhver vekur áhuga þinn? „Nei, ég er spunakona. Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós. Ég hata allt svona sem er fyrirfram ákveðið. Ég reyndar get hvorki fylgt uppskrift né landakorti svo að taktík er eitthvað sem á illa við mig. Kannski það sé ástæða þess að ég er ein? Hver veit.“ Ertu rómantísk? „Já og nei. Ekki í svona vestrænum menningarlegum skilningi. Ég myndi frekar vilja horfa á heimildarmynd um seinni heimsstyrjöldina eða fjöldamorðingja en að eyða tíma mínum í rómantískar myndir. Þær myndir hafa sumar hverjar skaðandi boðskap og skapa eltihrella menningu og óraunhæfar væntingar um mannleg samskipti. En jú ég er samt rómantísk en kannski að sökum þess að ég reyni að passa hjartað mitt vel hleypi ég jafnvel ekki mikilli rómantík í lífið. En svona litlir rómantískir hlutir eins og að hlusta þegar fólk talar og heyra hvað það segir varðandi mörk sín og slíkt finnst mér rómantískt. Þegar manneskja segist til dæmis vera tilbúin til að fara á stefnumót en ekki vilja fara of hratt, þá er ekki málið að setja bara í fimmta í gír og fara í það að Love-booma! Það virkar bara öfugt á mann.“ Einlægni er ofurkraftur Draumastefnumótið eða draumamakinn? „Einhver sem fyrst og fremst hefur unnið aðeins í sér og þekkir sína bresti og kosti. Ég hef tekið út minn skammt af dramatík þannig að ákjósanlegast er að það sé manneskja sem nær að hlæja og líta á björtu hliðarnar þrátt fyrir allskonar skít sem lífið á til að fleygja til manns. Lífsglaður og þakklátur einstaklingur.“ Ef dóttir mín fengi að velja væri kærastinn minn enskumælandi maður sem elskar að þrífa. Varðandi draumastefnumótið segir Þórunn að best væri að það tengdist hvorki snjó né djassi. „Frekar bara eitthvað látlaust og fyndið. Ég set alltaf smá spurningarmerki við of mikla sýndarmennsku í fyrstu skrefum tilhugalífsins. Einlægni er ofurkraftur.“ Einlægi er ofurkraftur segir Þórunn sem kýs frekar látlaust og skemmtilegt stefnumót heldur en eitthvað ofurplanað. Hér fyrir neðan segir Þórunn frá þeim eiginleikum sem heilla hana og ekki í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON Heiðarleiki - Ég heillast almennt að fólki sem þorir að vera heiðarlegt. Við málum öll mynd af okkur sem við viljum að heimurinn sjái en það eru yfirleitt litlu rifurnar og brestirnir sem sýna inn í innri manneskjuna. Yfirleitt er hún bara gölluð og frábær, hugsanlega með einhverjar greiningar. Greiningar eru samt bara ný orð í orðaforðann okkar en ekki einhver sleggjudómur um niðurrifið sjálfsmat. Ég elska að heyra um áföll fólks því hvernig þú mætir þeim segir svo ótal margt. Við erum öll bara ótrúlega ófullkomin að gera okkar besta og það er hin raunverulega tenging. Þakklæti - Flest erum við í þeirri stöðu að lifa bara drullu nettu lífi. Hversu oft leyfum við okkur að kvarta yfir hlutum sem raunverulega skipta engu máli? Það er svo gott að staldra stundum við og hugsa bara, Vá hvað ég er heppin! Telja upp litlu hlutina sem eru í raun þeir stærstu og þegar vanþakklætið hellist yfir mann að hugsa aðeins hvort að vandamálið sé raunverulegt eða svona „kampavínsvandamál“. Húmor - Já, já, já. Húmor er þrautsegja, húmor er ást, húmor er ein af greindustu leiðum okkar til þess að mæta áföllum, erfiðleikum og okkur sjálfum. Manneskja sem fær mann til að hlæja er einhver sem skilur að hlátur er allt. En þá meina ég samt ekki að þú fyllir upp í erfiðleika með gríni heldur mætir þeim með húmor og sjálfsmildi. Ég held að allir þeir sem elska manneskju með ríkan húmor séu heppnir einstaklingar því það er svo mikill kostur. Svo er líka húmor svo sexý! Bjartsýni - Að horfa frekar á hvernig er hægt að græja málin án þess að fara í aumingja ég fasann,. Halda bara áfram og hugsa; Þetta reddast því ég redda þessu! Bjartsýni er æfing. Að vera sítuðandi er ekkert nema slæmur ávani sem er bara ekki pláss fyrir. Bless Tuðmundur. Rík samkennd - Að geta sett sig í spor annarra er jú mjög mikilvægt. Það er til dæmis gott fyrsta deit-trick að geispa til að sjá hvort að manneskjan smitast að geispanum. Siðblint fólk hefur til dæmis enga samkennd og myndi ekki geispa á móti. Já, ég hef lesið mikið til allskonar aðferðir til þess að lesa í hegðum fólks. Þetta er bara svo áhugavert. OFF Hroki - Ég heillast alls ekki af hroka eða stjörnustælum. Mér er alveg drullusama hvað manneskjan gerir og vinnur við, ef þú kemur ekki fallega fram við fólk nenni ég ekki að tala við þig. Ef manneskja er til dæmis dónaleg við fólk í þjónustustörfum er það stórt rautt flagg. Það kostar ekkert að vera kurteis. Kattarofnæmi - Í minni bók er náttúrulega ekki hægt að tala við fólk sem þolir ekki ketti. Hvað er það? Kettir eru dásamlegir og ef þú ert með kattarofnæmi er ég ekki að fara bjóða þér heim. Punktur. Besserwisser - Að þurfa alltaf að hafa rétt fyrir sér er svona, Æji kommon! Segðu bara þína skoðun og ég mína og það er bara allt í lagi að vera ósammála. Nema þegar þú ert auðvitað að fara yfir mörk eða verja rasista eða kynferðisbrot þá fæ ég bara að labba út í staðinn fyrir að eiga samtalið. Þú rífst ekki við górillur. Þrjóska -Það að eiga erfitt með að segja fyrirgefðu og tjá tilfinningar er mjög óheillandi. Það er svo magnað að geta bara hlustað og sagt fyrirgefðu. Ekki fyrirgefðu en....þú ert bara svo viðkvæm, þetta var þér að kenna, eða slíkar gaslýsingar. Bara hlusta og taka það inn þegar maður særir fólk og biðjast einlægt fyrirgefningar. Baktal - Að tala illa um aðra. Já, það er bara ekki minn stíll. Sama þó ég eigi í erfiðum samskiptum við fólk er það bara á milli okkar. Ég hef enga þörf á því að skíta út annað fólk mér til skemmtunar og ég myndi ekki fíla að vera á stefnumóti og manneskjan myndi byrja á baktali. Fólk er allskonar og gengur í gegnum allskonar breytingar og þú veist aldrei hvað er í gangi, þannig að verum bara næs. Baktal er ekki gjaldmiðill í samskiptum og sýnir um leið hversu mikið óöryggi manneksjan sjálf býr yfir. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Þórunnar hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00 Fjörutíu prósent karla segjast yfirleitt sýna áhuga í gegnum skjáinn „Hæ, hvað segirðu? Ég sá þig á tónleikunum í gær og ákvað reyna að finna þig hér á Facebook!“ 22. nóvember 2021 15:25 Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00
Fjörutíu prósent karla segjast yfirleitt sýna áhuga í gegnum skjáinn „Hæ, hvað segirðu? Ég sá þig á tónleikunum í gær og ákvað reyna að finna þig hér á Facebook!“ 22. nóvember 2021 15:25
Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55