Stjóri Chelsea sagður fá draumaleikmann og ná honum á undan Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 09:00 Jorginho faðmar hér landa sinn Federico Chiesea eftir leik Chelsea og Juventus í Meistaradeildinni en þeir gætu mögulega orðið liðsfélagar í félagsliði eins og með ítalska landsliðinu. Getty/Chris Brunskill Chelsea hefur verið ósigrandi að undanförnu og er á toppnum bæði í ensku úrvalsdeildinni og í sínum riðli í Meistaradeildinni. Nú gæti frábært lið orðið enn betra. Chelsea er að íhuga risatilboð í eina af hetjum ítalska landsliðsins frá því á Evrópumótinu í sumar samkvæmt fréttum frá Ítalíu. Thomas Tuchel hefur mikinn áhuga á að því að fá Federico Chiesa til Chelsea og það lítur út fyrir það að hann hafi fengið grænt ljós frá eigandanum Roman Abramovich. IT'S HAPPENING Chelsea are ready to give the greenlight on a player Tuchel has wanted for a LONG time. Surely this isn't fair? They'll take some stopping... https://t.co/5yORrk8JVU pic.twitter.com/wPJLBuzcZZ— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 Chelsea hefur mikla breidd en meiðsli framherjanna Romelu Lukaku og Timo Werner á síðustu viku sýndi að það vantar mögulega meiri breidd í framherjahópinn. Ítalska blaðið Calciomercato slær því upp að Federico Chiesa sé draumaleikmaður fyrir Tuchel og að að hann sé að fá peninga frá Roman til að koma með risatilboð í Chiesa. Bæði Chelsea og Liverpool biðu í Chiesa í sumar samkvæmt fréttum úti en Juventus hafnaði víst áttatíu milljóna punda tilboði frá þeim báðum. Eignarhaldið á Chiesa er reyndar svolítið flókið. Hann er í raun leikmaður Fiorentina en á er á seinna ári sínu á lánssamningi hjá Juventus. Juventus er hins vegar með kauprétt á honum fyrir fjörutíu milljónir punda og það er því Juve að selja hann. Chiesa stóð sig mjög vel með ítalska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann hefur ekki verið mikill markaskorari en mjög skapandi og öflugur sóknarmaður engu að síður. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Chelsea er að íhuga risatilboð í eina af hetjum ítalska landsliðsins frá því á Evrópumótinu í sumar samkvæmt fréttum frá Ítalíu. Thomas Tuchel hefur mikinn áhuga á að því að fá Federico Chiesa til Chelsea og það lítur út fyrir það að hann hafi fengið grænt ljós frá eigandanum Roman Abramovich. IT'S HAPPENING Chelsea are ready to give the greenlight on a player Tuchel has wanted for a LONG time. Surely this isn't fair? They'll take some stopping... https://t.co/5yORrk8JVU pic.twitter.com/wPJLBuzcZZ— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 Chelsea hefur mikla breidd en meiðsli framherjanna Romelu Lukaku og Timo Werner á síðustu viku sýndi að það vantar mögulega meiri breidd í framherjahópinn. Ítalska blaðið Calciomercato slær því upp að Federico Chiesa sé draumaleikmaður fyrir Tuchel og að að hann sé að fá peninga frá Roman til að koma með risatilboð í Chiesa. Bæði Chelsea og Liverpool biðu í Chiesa í sumar samkvæmt fréttum úti en Juventus hafnaði víst áttatíu milljóna punda tilboði frá þeim báðum. Eignarhaldið á Chiesa er reyndar svolítið flókið. Hann er í raun leikmaður Fiorentina en á er á seinna ári sínu á lánssamningi hjá Juventus. Juventus er hins vegar með kauprétt á honum fyrir fjörutíu milljónir punda og það er því Juve að selja hann. Chiesa stóð sig mjög vel með ítalska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann hefur ekki verið mikill markaskorari en mjög skapandi og öflugur sóknarmaður engu að síður.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira