Átta sjúklingar eru í sóttkví á deildinni en þeir skiluðu allir neikvæðum sýnum í gær. Í dag eru víðtækar skimanir hjá starfsmönnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Nú liggja 22 sjúklingar á Landspítalanum með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Í gær lögðust þrír inn eftir skoðun á Covid-göngudeild og áðurnefndur sjúklingur greindist á geðendurhæfingardeildinni við reglubundna skimun.
Alls eru 1.729 einstaklingar í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 560 börn. 82 eru gulir en enginn rauður. 27 starfsmenn eru frá vinnu vegna einangrunar og 27 vegna sóttkvíar. Þá eru 131 starfsmaður í vinnusóttkví.