Hinsegin og kynsegin í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2021 18:00 Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun