Björgunaraðilar yfirgáfu námuna í flýti vegna uppsöfnunar metangass og eitraðra lofttegunda. Talið er að þeir 38, sem enn eru inni í námunni, séu þegar látnir vegna súrefnisskorts.
Ellefu námuverkamenn fundust látnir en þrír björgunaraðilar létust í aðgerðunum. Tæplega þrjú hundruð voru við störf í námunni þegar eldurinn braust út og fjölmargir slösuðust.
Talið er að neisti hafi orsakað metansprengingu og eldur brotist út í kjölfarið. Yfirvöld í landinu hafa hafið rannsókn á málinu. AP News greinir frá.