Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. nóvember 2021 23:43 Landspítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. Þau svör fegnust frá Landspítala í dag að engar upplýsingar verði veittar um málið að svo stöddu. Málið snýr að dauðsföllum sex sjúklinga sem lögregla telur að hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti en auk þess eru fimm önnur dauðsföll til skoðunar. Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Öll þessi dauðsföll komu upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná tali af forstjóra stofnunarinnar frá því að málið kom fyrst upp í febrúar hefur það ekki borið árangur og vísar hann nú alfarið á almannatengil í þessum efnum. Landlæknir óskaði í gær eftir gögnum frá lögreglu og fundaði með stjórnendum Landspítala í dag. Styðja félagsmann sinn Forsvarsmenn Læknafélags Íslands gáfu ekki kost á viðtali í dag en sögðu í skriflegu svari ætla að styðja félagsmann sinn eins og því beri. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Fréttastofa greindi frá því í gær að Landspítalinn hafi ekki haft vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur Skúla Tómasi fyrr en fréttir af henni birtust í gær. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Þá sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust. Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þau svör fegnust frá Landspítala í dag að engar upplýsingar verði veittar um málið að svo stöddu. Málið snýr að dauðsföllum sex sjúklinga sem lögregla telur að hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti en auk þess eru fimm önnur dauðsföll til skoðunar. Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Öll þessi dauðsföll komu upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná tali af forstjóra stofnunarinnar frá því að málið kom fyrst upp í febrúar hefur það ekki borið árangur og vísar hann nú alfarið á almannatengil í þessum efnum. Landlæknir óskaði í gær eftir gögnum frá lögreglu og fundaði með stjórnendum Landspítala í dag. Styðja félagsmann sinn Forsvarsmenn Læknafélags Íslands gáfu ekki kost á viðtali í dag en sögðu í skriflegu svari ætla að styðja félagsmann sinn eins og því beri. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Fréttastofa greindi frá því í gær að Landspítalinn hafi ekki haft vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur Skúla Tómasi fyrr en fréttir af henni birtust í gær. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Þá sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust.
Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50