Thor Thors – fulltrúi smáþjóðar á vettvangi alþjóðastjórnmála Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun