Liðsfélagarnir héldu að hann hefði sofið yfir sig en sáu hann aldrei aftur á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 08:30 Leikmenn japanska fótboltaliðsins Shonan Bellmare hópa sig saman fyrir leik liðsins í október. Getty/Etsuo Hara Japanska fótboltafélagið Shonan Bellmare hefur staðfest fréttir af því að leikmaður liðsins hafi fundist látinn heima hjá sér. Leikmaðurinn heitir Riuler de Oliveira og var 23 ára brasilískur miðjumaður. Den japanske klubben Shonan Bellmare bekrefter at deres brasilianske spiller, Riuler de Oliveira (23), døde onsdag etter hjertestopp. Han var lagkamerat med Tarik Elyounoussi (33). https://t.co/gW6BT9R1Tk— Dagbladet Sport (@db_sport) November 25, 2021 Norska blaðið Dagbladet ræddi við norska knattspyrnumanninn Tarik Elyounoussi sem var liðsfélagi Oliveira hjá japanska félaginu. Elyounoussi sagði frá því að leikmenn liðsins hafi fengið fréttirnar á æfingu á þriðjudaginn. Riuler de Oliveira mætti ekki á æfingu og liðsfélagarnir héldu að hann hefði sofið yfir sig en annað kom á daginn. Hann svaraði ekki símanum og enginn náði í hann. Hið sanna kom í ljós þegar farið var heim til hans þar sem Oliveira fannst látinn. Fjölmiðlar í Japan segja að hann hafi fengið hjartáfall. Faleceu na última terça-feira (23) Riuler Oliveira, jogador brasileiro que passou pelas categorias de base de São Paulo, Athletico, Coritiba e Internacional. Atualmente, o atleta defendia o Shonan Bellmare, do Japão. Desejamos muita força aos familiares e amigos. pic.twitter.com/8fpkQyr4Xw— TNT Sports Brasil (@TNTSportsBR) November 24, 2021 „Þeir fundu hann í rúminu. Þetta er svo ótrúlega sorglegt. Hann átti líka fimm ára barn heima í Brasilíu,“ sagði Tarik Elyounoussi við Dagbladet. „Við fengum að vita þetta á æfingu og það stóðu bara allir og grétu,“ sagði Elyounoussi. Riuler de Oliveira kom til Shonan Bellmare liðsins í október 2020. Þá hafði Tarik Elyounoussi verið þar í tíu mánuði. Elyounoussi segir að þeir hafi verið nánir og að Oliveira hafi verið við hlið hans í búningsklefanum. „Ég skil þetta ekki ennþá. Fötin hans hanga þarna ennþá og allt dótið hans. Maður trúir þessu bara ekki. Hann var svo ungur. Svona hlutir eiga ekki að geta gerst að svona ungur og heilbrigður maður deyi. Það á ekki að gerast,“ sagði Elyounoussi. We wish to express our most heartfelt condolences to the family and friends of Riuler de Oliveira Faustino, who passed away on Tuesday, November 23rd.https://t.co/AYkSFoqIYc— J.LEAGUE Official EN (@J_League_En) November 25, 2021 Fótbolti Japan Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Leikmaðurinn heitir Riuler de Oliveira og var 23 ára brasilískur miðjumaður. Den japanske klubben Shonan Bellmare bekrefter at deres brasilianske spiller, Riuler de Oliveira (23), døde onsdag etter hjertestopp. Han var lagkamerat med Tarik Elyounoussi (33). https://t.co/gW6BT9R1Tk— Dagbladet Sport (@db_sport) November 25, 2021 Norska blaðið Dagbladet ræddi við norska knattspyrnumanninn Tarik Elyounoussi sem var liðsfélagi Oliveira hjá japanska félaginu. Elyounoussi sagði frá því að leikmenn liðsins hafi fengið fréttirnar á æfingu á þriðjudaginn. Riuler de Oliveira mætti ekki á æfingu og liðsfélagarnir héldu að hann hefði sofið yfir sig en annað kom á daginn. Hann svaraði ekki símanum og enginn náði í hann. Hið sanna kom í ljós þegar farið var heim til hans þar sem Oliveira fannst látinn. Fjölmiðlar í Japan segja að hann hafi fengið hjartáfall. Faleceu na última terça-feira (23) Riuler Oliveira, jogador brasileiro que passou pelas categorias de base de São Paulo, Athletico, Coritiba e Internacional. Atualmente, o atleta defendia o Shonan Bellmare, do Japão. Desejamos muita força aos familiares e amigos. pic.twitter.com/8fpkQyr4Xw— TNT Sports Brasil (@TNTSportsBR) November 24, 2021 „Þeir fundu hann í rúminu. Þetta er svo ótrúlega sorglegt. Hann átti líka fimm ára barn heima í Brasilíu,“ sagði Tarik Elyounoussi við Dagbladet. „Við fengum að vita þetta á æfingu og það stóðu bara allir og grétu,“ sagði Elyounoussi. Riuler de Oliveira kom til Shonan Bellmare liðsins í október 2020. Þá hafði Tarik Elyounoussi verið þar í tíu mánuði. Elyounoussi segir að þeir hafi verið nánir og að Oliveira hafi verið við hlið hans í búningsklefanum. „Ég skil þetta ekki ennþá. Fötin hans hanga þarna ennþá og allt dótið hans. Maður trúir þessu bara ekki. Hann var svo ungur. Svona hlutir eiga ekki að geta gerst að svona ungur og heilbrigður maður deyi. Það á ekki að gerast,“ sagði Elyounoussi. We wish to express our most heartfelt condolences to the family and friends of Riuler de Oliveira Faustino, who passed away on Tuesday, November 23rd.https://t.co/AYkSFoqIYc— J.LEAGUE Official EN (@J_League_En) November 25, 2021
Fótbolti Japan Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira