Seinni bylgjan hitar upp: Hann er jókerinn sem að Víkinga vantaði Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 12:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar og spáði í spilin fyrir 10. umferð. Skjáskot Stöð 2 Víkingur eða HK mun brátt geta státað sig af því að vera ekki lengur án stiga í Olís-deild karla í handbolta. Liðin mætast í sannkölluðum botnslag sem segja má að standi upp úr, eða kannski niður úr, í 10. umferð deildarinnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Árni Pálsson rýndu í komandi leiki í tíundu umferðinni sem hófst reyndar þegar Valur og Haukar gerðu 26-26 jafntefli í síðustu viku. Fjórir leikir eru á sunnudaginn en umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Víkingur og HK, sem enn eru án stiga, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Ásgeirs og Stefáns Árna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 10. umferð „Þetta verður hörkubarátta,“ sagði Ásgeir um botnslaginn. „Það er mikið undir því þarna eru langmestar líkurnar fyrir þessi lið á að ná í stig. Ef maður skoðar tölfræðiþættina þá er eins og að HK-ingar hafi aðeins yfirhöndina. Þeir eru að skora fleiri mörk og það er aðeins meiri hraði í þeirra leik. Heilt yfir eru þeir aðeins líklegri en Víkingarnir,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK Tippar á að Víkingur vinni og að Hamza skori tíu Ásgeir var þó á því að Víkingar færu með sigur af hólmi og að þar myndi skyttan Hamza Kablouti, sem kom frá Aftureldingu, gera gæfumuninn: „Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem Víkinga vantaði. Þá vantaði svona hálfgerðan „jóker“ sem kemur inn á í sóknina og léttir á öllum sóknarleiknum. Hann hatar ekki að skjóta og er fínn í því þannig lagað. Það hjálpar oft liðum í svona gæðaflokki. HK-ingar eru að þroskast með hverjum leik og verða hægt og hægt betri með hverjum leik sem þeir spila. Þeir voru óheppnir í þessum leik á móti Stjörnunni (sem endaði 23-25) og þetta var leikur fram á síðustu mínútu. Þeir halda áfram sínu konsepti, gera margt vel en gera svo líka einföld aulamistök sem verða þeim að falli,“ sagði Ásgeir. „Ég held að Víkingur vinni þetta og að Hamza skori tíu,“ svaraði hann svo þegar Stefán bað hann að spá fyrir um úrslit. Upphitun þeirra félaga fyrir botnslaginn sem og leikina fjóra á sunnudag má sjá hér að ofan. Þess má geta að þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Árni Pálsson rýndu í komandi leiki í tíundu umferðinni sem hófst reyndar þegar Valur og Haukar gerðu 26-26 jafntefli í síðustu viku. Fjórir leikir eru á sunnudaginn en umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Víkingur og HK, sem enn eru án stiga, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Ásgeirs og Stefáns Árna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 10. umferð „Þetta verður hörkubarátta,“ sagði Ásgeir um botnslaginn. „Það er mikið undir því þarna eru langmestar líkurnar fyrir þessi lið á að ná í stig. Ef maður skoðar tölfræðiþættina þá er eins og að HK-ingar hafi aðeins yfirhöndina. Þeir eru að skora fleiri mörk og það er aðeins meiri hraði í þeirra leik. Heilt yfir eru þeir aðeins líklegri en Víkingarnir,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK Tippar á að Víkingur vinni og að Hamza skori tíu Ásgeir var þó á því að Víkingar færu með sigur af hólmi og að þar myndi skyttan Hamza Kablouti, sem kom frá Aftureldingu, gera gæfumuninn: „Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem Víkinga vantaði. Þá vantaði svona hálfgerðan „jóker“ sem kemur inn á í sóknina og léttir á öllum sóknarleiknum. Hann hatar ekki að skjóta og er fínn í því þannig lagað. Það hjálpar oft liðum í svona gæðaflokki. HK-ingar eru að þroskast með hverjum leik og verða hægt og hægt betri með hverjum leik sem þeir spila. Þeir voru óheppnir í þessum leik á móti Stjörnunni (sem endaði 23-25) og þetta var leikur fram á síðustu mínútu. Þeir halda áfram sínu konsepti, gera margt vel en gera svo líka einföld aulamistök sem verða þeim að falli,“ sagði Ásgeir. „Ég held að Víkingur vinni þetta og að Hamza skori tíu,“ svaraði hann svo þegar Stefán bað hann að spá fyrir um úrslit. Upphitun þeirra félaga fyrir botnslaginn sem og leikina fjóra á sunnudag má sjá hér að ofan. Þess má geta að þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira