Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. nóvember 2021 12:00 Matgæðingurinn og framkvæmdarstjórinn Ása Regins svarar spurningum í viðtalsliðnum Matarást. „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. Matgæðingurinn og framkvæmdarstjórinn Ása María Reginsdóttir er án efa ein af vinsælustu matarbloggurum landsins með rúmlega átján þúsund fylgjendur á Instagram. Ása kemur úr Hafnarfirði og er gift fótbolta- og landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni. Parið hefur verið saman í rúm fjórtán ár og eiga þau tvö börn, Jaa Emanuel tíu ára og Andreu Alexu fimm ára. Í dag er fjölskyldan búsett í Veróna á Ítalíu og segir Ása mörg járn vera í eldinum. Hver dagur er svo dásamlega spennandi þessa dagana og svo er líka svo stutt til jóla. Fjölskyldan á góðum degi. Saman eiga og reka þau hjónin fyrirtækið Oliva og segir Ása hugmyndina hafa kviknað árið 2016. „Þetta var í eldhúsinu okkar í Udine á Ítalíu, þegra Emil spilaði með Udinese. Þarna byrjuðum við að smakka olíur og leita að vönduðum framleiðendum sem féllu að okkar hugmyndum um upprina, vinnsluaðferðir, sjálfbærni og svo framvegis. Ég bjó svo til logoið og línurnar voru lagðar fyrir framhaldið. Tíminn leið og 2018 stofnuðum við Olifa á Íslandi formlega. Olifa hefur því núna verið stór partur af lífi okkar síðastliðin fimm ár og er að dafna mjög vel.“ Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Já, ég man mjög vel eftir henni og hugsa um þetta kvöld með hlýju. Emil bauð mér á veitingastaðinn Ítalíu þar sem við áttum yndislegt og eftirminnilegt kvöld. Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum. Hann pældi lítið sem ekkert í matnum en sýndi mér þeim meiri áhuga, þó maturinn hafi vissulega verið góður. Mér fannst það fallegt og sjarmerandi og eftir á hyggja lýsir þetta honum vel. Ása og Emil hafa verið saman í fjórtán ár en gengu í hnapphelduna fyrir tíu árum síðan. Hvort ykkar eldar meira? Ég elda flesta daga vikunnar með mikilli ánægju en þegar ég er ekki í stuði reddar hann málunum. Á hvaða staði farið þið þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við röltum niður í bæ og finnum okkur kósí stað sem hentar stund og stað. Rómantíkina finnum við nefnilega iðulega í skúmaskotum hversdagsleikans. Eruð þið yfirleitt sammála um það hvað eigi að vera í matinn? Já, við erum mjög sammála og samstíga í matarvali. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Já, ég elska færeyskan mat, eins og skerpikjöt, en hann alls ekki. Og svo borðar hann Kinderegg. Ása segir rómantíkina leynast í hversdagsleikanum. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans? Emil þykir lasagna-ð mitt sérstaklega gott. Bæði hvort sem það er með kjöti eða grænmeti. Hann segist svo vera með almenna matarást á mér en ég sel það þó ekki dýrara en ég keypti það. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Já, ég vil vísa í fyrsta stefnumót okkar Emils. Mér þótti mjög heillandi að Emil pældi lítið í matnum þegar við fórum á okkar fyrsta stefnumót, athyglin og áhuginn var á mér, okkur og samræðunum. Hins vegar er auðvitað mjög mikilvægt að þakka vel fyrir matinn og ræða hann, sérstaklega ef hann er heimalagaður. Matur er alltaf gott umræðuefni og jafnvel mun skemmtilegra að ræða hann en veðrið. Að lokum er gott að muna að við viljum alltaf að kokkurinn sé glaður. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par?Mér finnst það mjög mikilvægt og við Emil leggjum mikið upp úr því, hvort sem það er hér heima eða á veitingahúsi. Oftast og yfirleitt hérna heima samt en þannig tryggjum við best gæði matarins – en það skiptir okkur höfuðmáli. Uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum mat sem væri sniðugt að græja fyrir stefnumót? Já ég myndi græja rétt sem ég kalla Rækju linguine. Það er svo gott og allir geta græjað það. Uppskrift: Rummo linguine pasta Rækjur Hvítlaukur Olifa chilliflögur Olifa PUglia ólífuolía Pastasoð Aðferð: Hita á vægum hita á pönnu Olifa Puglia ólífuolíu. Bæta hvítlauk ásamt smá Olifa chilliflögum á pönnuna. Mikilvægt er að skera hvítlaukinn í tvennt og taka miðjuna úr fyrir betri meltingu. Þegar hvítlaukurinn er orðinn mjúkur er rækjunum bætt á pönnuna og þeim leyft að hitna í gegn. Að lokum er Rummo linguine soðið samkvæmt leiðbeiningum. Þegar það er klárt er pastanu bætt á pönnuna ásamt smá pastasoði og velt upp úr olíublöndunni á pönnunni. Og þá er rétturinn tilbúinn. Hér má sjá mynd af réttinum með skelfisk í stað rækja. Vegan útfærslan á þessum rétti væri að skipta rækjunum út fyrir kúrbít og sæta rauða tómmata. Gott er að bera réttinn fram með meiri ólífuolíu og chilliflögum eftir smekk. Allegrini lugana setur svo punktinn yfir i-ið ásamt góðri tónlist sem gerir gott kvöld alltaf betra. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgja Ásu á Instagram er beint á Instagram prófíl hennar hér. Fjölskyldan unir sér vel saman á Ítalíu. Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Pastaréttir Skelfiskur Tengdar fréttir Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? „Þar til dauðinn aðskilur okkur. En ef ekki..... þá er ég hér með smá pappíra fyrir þig að undirrita ástin mín.“ 26. nóvember 2021 12:30 „Kannski það sé ástæða þess að ég er ein?“ „Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós,“ segir tónlistarkonan og poppgyðjan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Þórunn var á dögunum valin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins á vefnum mbl.is. 24. nóvember 2021 15:32 Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Matgæðingurinn og framkvæmdarstjórinn Ása María Reginsdóttir er án efa ein af vinsælustu matarbloggurum landsins með rúmlega átján þúsund fylgjendur á Instagram. Ása kemur úr Hafnarfirði og er gift fótbolta- og landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni. Parið hefur verið saman í rúm fjórtán ár og eiga þau tvö börn, Jaa Emanuel tíu ára og Andreu Alexu fimm ára. Í dag er fjölskyldan búsett í Veróna á Ítalíu og segir Ása mörg járn vera í eldinum. Hver dagur er svo dásamlega spennandi þessa dagana og svo er líka svo stutt til jóla. Fjölskyldan á góðum degi. Saman eiga og reka þau hjónin fyrirtækið Oliva og segir Ása hugmyndina hafa kviknað árið 2016. „Þetta var í eldhúsinu okkar í Udine á Ítalíu, þegra Emil spilaði með Udinese. Þarna byrjuðum við að smakka olíur og leita að vönduðum framleiðendum sem féllu að okkar hugmyndum um upprina, vinnsluaðferðir, sjálfbærni og svo framvegis. Ég bjó svo til logoið og línurnar voru lagðar fyrir framhaldið. Tíminn leið og 2018 stofnuðum við Olifa á Íslandi formlega. Olifa hefur því núna verið stór partur af lífi okkar síðastliðin fimm ár og er að dafna mjög vel.“ Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Já, ég man mjög vel eftir henni og hugsa um þetta kvöld með hlýju. Emil bauð mér á veitingastaðinn Ítalíu þar sem við áttum yndislegt og eftirminnilegt kvöld. Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum. Hann pældi lítið sem ekkert í matnum en sýndi mér þeim meiri áhuga, þó maturinn hafi vissulega verið góður. Mér fannst það fallegt og sjarmerandi og eftir á hyggja lýsir þetta honum vel. Ása og Emil hafa verið saman í fjórtán ár en gengu í hnapphelduna fyrir tíu árum síðan. Hvort ykkar eldar meira? Ég elda flesta daga vikunnar með mikilli ánægju en þegar ég er ekki í stuði reddar hann málunum. Á hvaða staði farið þið þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við röltum niður í bæ og finnum okkur kósí stað sem hentar stund og stað. Rómantíkina finnum við nefnilega iðulega í skúmaskotum hversdagsleikans. Eruð þið yfirleitt sammála um það hvað eigi að vera í matinn? Já, við erum mjög sammála og samstíga í matarvali. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Já, ég elska færeyskan mat, eins og skerpikjöt, en hann alls ekki. Og svo borðar hann Kinderegg. Ása segir rómantíkina leynast í hversdagsleikanum. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans? Emil þykir lasagna-ð mitt sérstaklega gott. Bæði hvort sem það er með kjöti eða grænmeti. Hann segist svo vera með almenna matarást á mér en ég sel það þó ekki dýrara en ég keypti það. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Já, ég vil vísa í fyrsta stefnumót okkar Emils. Mér þótti mjög heillandi að Emil pældi lítið í matnum þegar við fórum á okkar fyrsta stefnumót, athyglin og áhuginn var á mér, okkur og samræðunum. Hins vegar er auðvitað mjög mikilvægt að þakka vel fyrir matinn og ræða hann, sérstaklega ef hann er heimalagaður. Matur er alltaf gott umræðuefni og jafnvel mun skemmtilegra að ræða hann en veðrið. Að lokum er gott að muna að við viljum alltaf að kokkurinn sé glaður. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par?Mér finnst það mjög mikilvægt og við Emil leggjum mikið upp úr því, hvort sem það er hér heima eða á veitingahúsi. Oftast og yfirleitt hérna heima samt en þannig tryggjum við best gæði matarins – en það skiptir okkur höfuðmáli. Uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum mat sem væri sniðugt að græja fyrir stefnumót? Já ég myndi græja rétt sem ég kalla Rækju linguine. Það er svo gott og allir geta græjað það. Uppskrift: Rummo linguine pasta Rækjur Hvítlaukur Olifa chilliflögur Olifa PUglia ólífuolía Pastasoð Aðferð: Hita á vægum hita á pönnu Olifa Puglia ólífuolíu. Bæta hvítlauk ásamt smá Olifa chilliflögum á pönnuna. Mikilvægt er að skera hvítlaukinn í tvennt og taka miðjuna úr fyrir betri meltingu. Þegar hvítlaukurinn er orðinn mjúkur er rækjunum bætt á pönnuna og þeim leyft að hitna í gegn. Að lokum er Rummo linguine soðið samkvæmt leiðbeiningum. Þegar það er klárt er pastanu bætt á pönnuna ásamt smá pastasoði og velt upp úr olíublöndunni á pönnunni. Og þá er rétturinn tilbúinn. Hér má sjá mynd af réttinum með skelfisk í stað rækja. Vegan útfærslan á þessum rétti væri að skipta rækjunum út fyrir kúrbít og sæta rauða tómmata. Gott er að bera réttinn fram með meiri ólífuolíu og chilliflögum eftir smekk. Allegrini lugana setur svo punktinn yfir i-ið ásamt góðri tónlist sem gerir gott kvöld alltaf betra. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgja Ásu á Instagram er beint á Instagram prófíl hennar hér. Fjölskyldan unir sér vel saman á Ítalíu.
Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Pastaréttir Skelfiskur Tengdar fréttir Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? „Þar til dauðinn aðskilur okkur. En ef ekki..... þá er ég hér með smá pappíra fyrir þig að undirrita ástin mín.“ 26. nóvember 2021 12:30 „Kannski það sé ástæða þess að ég er ein?“ „Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós,“ segir tónlistarkonan og poppgyðjan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Þórunn var á dögunum valin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins á vefnum mbl.is. 24. nóvember 2021 15:32 Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? „Þar til dauðinn aðskilur okkur. En ef ekki..... þá er ég hér með smá pappíra fyrir þig að undirrita ástin mín.“ 26. nóvember 2021 12:30
„Kannski það sé ástæða þess að ég er ein?“ „Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós,“ segir tónlistarkonan og poppgyðjan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Þórunn var á dögunum valin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins á vefnum mbl.is. 24. nóvember 2021 15:32
Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00