Það er dýrt að vera fátækur Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 26. nóvember 2021 16:00 Þú þarft að kaupa notuð heimilistæki eins og þvottavél því þú getur ekki lagt út fyrir nýrri vél sem virkar. Þú veist aldrei hvernig ástandið er á notuðu vélinni en vonar að hún gefi ekki upp öndina. Í fátækt er ekki hægt að fyrirbyggja vandamál með því að fara reglulega til tannlæknis. Lyf eða matur, hvort verður fyrir valinu? Sálfræðitímar eru fjarlægur lúxus, þannig þú heldur öllu inni sem þyrfti að komast út. Það er hægt að komast upp með það að greiða suma reikninga mánuði eftir á en því fylgir gjald. Ef reikningur er enn ógreiddur eftir 30 daga, þá verður vandamálið stærra. Löginnheimtubréf kemur til þín eftir því sem tímanum líður. Fátæku fólki er refsað fyrir að eiga ekki pening. Því hærri sem skuldin er, því meira þarf að greiða fyrir hana. Því það er samfélagslega viðurkennt að það megi hagnast á fátæku fólki. Innheimtufyrirtæki hagnast á skuldum leigjenda. Þau hagnast á neyð annarra. Nú sem aldrei fyrr er þörf á því að við félagsvæðum húsnæðiskerfið annars halda fjármagnseigendur áfram að hagnast á uppbyggingu húsnæðis. Þar má nefna olíufélög sem fá byggingarrétt afhentan fyrir að fjarlægja bensínstöðvar af borgarlandinu. Allt í nafni grænna hvata. Það er dýrt að vera fátækur en arðbært að hagnast á fátæku fólki og öðru fólki sem er í þörf fyrir húsnæði og helstu nauðsynjar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Þú þarft að kaupa notuð heimilistæki eins og þvottavél því þú getur ekki lagt út fyrir nýrri vél sem virkar. Þú veist aldrei hvernig ástandið er á notuðu vélinni en vonar að hún gefi ekki upp öndina. Í fátækt er ekki hægt að fyrirbyggja vandamál með því að fara reglulega til tannlæknis. Lyf eða matur, hvort verður fyrir valinu? Sálfræðitímar eru fjarlægur lúxus, þannig þú heldur öllu inni sem þyrfti að komast út. Það er hægt að komast upp með það að greiða suma reikninga mánuði eftir á en því fylgir gjald. Ef reikningur er enn ógreiddur eftir 30 daga, þá verður vandamálið stærra. Löginnheimtubréf kemur til þín eftir því sem tímanum líður. Fátæku fólki er refsað fyrir að eiga ekki pening. Því hærri sem skuldin er, því meira þarf að greiða fyrir hana. Því það er samfélagslega viðurkennt að það megi hagnast á fátæku fólki. Innheimtufyrirtæki hagnast á skuldum leigjenda. Þau hagnast á neyð annarra. Nú sem aldrei fyrr er þörf á því að við félagsvæðum húsnæðiskerfið annars halda fjármagnseigendur áfram að hagnast á uppbyggingu húsnæðis. Þar má nefna olíufélög sem fá byggingarrétt afhentan fyrir að fjarlægja bensínstöðvar af borgarlandinu. Allt í nafni grænna hvata. Það er dýrt að vera fátækur en arðbært að hagnast á fátæku fólki og öðru fólki sem er í þörf fyrir húsnæði og helstu nauðsynjar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar