Anna Pilipenko kom gestunum frá Hvíta-Rússlandi yfir á 24. mínútu og staðan var því 1-0 í hálfleik.
Filippa Savva jafnaði metin fyrir Kýpur eftir klukkutíma leik og þar við sat. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli.
Hvíta-Rússland hefði jafnað íslensku stelpurnar að stigum með sigri, en liðið er nú með fjögur stig í fjórða sæti riðilsins eftir þrjá leiki.
Kýpur situr hins vegar enn sem fastast á botni riðilsins, nú með eitt stig eftir fimm leiki. Liðið hefur skorað tvö mörk og fengið á sig 26. Þetta var fyrsta stig Kýpur í undankeppni frá árinu 2014 og því er líklega hægt að tala um kærkomið stig kýpverska liðsins.