„Stórar fréttir,“ skrifaði Genter á Facebook. „Klukkan 03.04 í morgun buðum við nýjasta fjölskyldumeðliminn velkominn. Ég ætlaði sannarlega ekki að hjóla á spítalann til þess að fæða, en ég gerði það nú samt.“
Hjólaferðin var reyndar ekki löng, aðeins um tíu mínútur og skrifar hún að samdrættir hafi hafist áður en hún hjólaði af stað. Þeir ágerðust þó skömmu eftir komuna og aðeins klukkutíma eftir komuna á spítalann fæddist barnið.
Öllum heilsast vel en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Genter hjólar á spítalann til að eignast barn, það gerði hún líka árið 2018 þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn.
Genter er talskona flokks síns í samgöngumálum og er mikil áhugakona um hjólreiðar.