Gengið sé fram hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2021 17:49 Engan fulltrúa sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi er að finna í nýrri ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segjast verulega ósáttir með að ítrekað sé gengið fram hjá oddvitum flokksins í Suðurkjördæmi við val á ráðherrum. Stjórnir fulltrúaráða flokksins í kjördæminu eru á sama máli. Í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var til sögunnar í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráðherra. Af þeim fimm er enginn þingmaður Suðurkjördæmis. Þetta telja ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sniðgöngu á oddvita þeirra. „Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því meiri fleiri atkvæði og meiri stuðning en oddviti og formaður Framsóknarflokksins,“ segir í ályktun sem formenn ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sendu frá sér í dag. Þeir benda á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gengið sé fram hjá oddvitum kjördæmisins, það hafi verið gert við myndun síðustu þriggja ríkisstjórna. Þá segja þeir ekki unnt að efast um styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn aðeins betri kosningu í kjördæmi formannsins, Kraganum. Misskipting valds eftir landshlutum Formennirnir urðu einnig fyrir vonbrigðum með dreifingu ráðherrastóla milli landshluta þar sem tíu ráðherrar auk forseta þingsins buðu sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Einungis tveir ráðherrar eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þau Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún. Því sé ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins, að sögn formannanna. Þó bæti aðeins úr sök að stefnt sé að því að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, taki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. Enn halli þó verulega á landsbyggðina. „Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmissitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra,“ segir í lok ályktunar formannanna. Fulltrúaráðin taka undir Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík eru á sama máli og yngri flokkssystkini þeirra og hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn Stjórnirnar lýsa yfir vonbrigðum með að Bjarni Benediktsson hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu. Þeir krefjast útskýringa af hálfu hans. „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum,“ segir í ályktun þeirra. Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins sé blaut tuska í andlitið kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var til sögunnar í dag á Sjálfstæðisflokkurinn fimm ráðherra. Af þeim fimm er enginn þingmaður Suðurkjördæmis. Þetta telja ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sniðgöngu á oddvita þeirra. „Í síðastliðnum kosningum hlaut listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gífurlegan stuðning og eignuðust þar fyrsta þingmann kjördæmisins, þess má geta að oddviti sjálfstæðismanna fékk því meiri fleiri atkvæði og meiri stuðning en oddviti og formaður Framsóknarflokksins,“ segir í ályktun sem formenn ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sendu frá sér í dag. Þeir benda á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gengið sé fram hjá oddvitum kjördæmisins, það hafi verið gert við myndun síðustu þriggja ríkisstjórna. Þá segja þeir ekki unnt að efast um styrk Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en í síðustu kosningum hlaut flokkurinn aðeins betri kosningu í kjördæmi formannsins, Kraganum. Misskipting valds eftir landshlutum Formennirnir urðu einnig fyrir vonbrigðum með dreifingu ráðherrastóla milli landshluta þar sem tíu ráðherrar auk forseta þingsins buðu sig fram á höfuðborgarsvæðinu. Einungis tveir ráðherrar eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þau Sigurður Ingi og Þórdís Kolbrún. Því sé ljóst að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins, að sögn formannanna. Þó bæti aðeins úr sök að stefnt sé að því að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, taki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra að átján mánuðum liðnum. Enn halli þó verulega á landsbyggðina. „Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi lýsa yfir mikilli undrun á ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins um að oddviti Suðurkjördæmissitji ekki heilt kjörtímabil sem ráðherra,“ segir í lok ályktunar formannanna. Fulltrúaráðin taka undir Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík eru á sama máli og yngri flokkssystkini þeirra og hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn Stjórnirnar lýsa yfir vonbrigðum með að Bjarni Benediktsson hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu. Þeir krefjast útskýringa af hálfu hans. „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum,“ segir í ályktun þeirra. Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins sé blaut tuska í andlitið kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira