Patrekur Jóhannesson: Við vorum ekkert að spila nægilega vel Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 28. nóvember 2021 20:22 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar var þungt hugsi yfir spilamennsku sinna manna í kvöld Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með stigið sem Stjörnumenn sóttu á móti Fram eftir að hafa verið undir svo gott sem allan leikinn. Stjörnumenn voru ekki sannfærandi bróðurpart leiksins og leit ekki út fyrir að þeir myndu koma sér inn í leikinn. Kraftaverkið gerðist á 59. mínútur þegar að Stjörnumenn náðu loks að jafna og lokatölur 31-31. „Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
„Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti