Hvað á stjórnin að heita? Snorri Másson skrifar 29. nóvember 2021 12:07 Yfirleitt var vísað til síðustu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur einfaldlega með nafni forsætisráðherrans. Önnur gælunöfn reyndust óeftirminnileg og skammlíf. Spurningin er núna hvort annars ráðuneytis Katrínar bíði sömu örlög. Vísir/Vilhelm Ný vika, ný ríkisstjórn, en hvað á barnið að heita? Það er of snemmt að segja en gárungarnir eru að vonum farnir af stað með nafngiftirnar. Það er meðal annars í athugasemdum á Facebook hjá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem innir þar vini sína álits á aðventustjórninni, eins og hann kallar hana. Jú, aðventustjórnin er fín, segir Gísli Freyr Valdórsson, enda aðventan aðeins fjórar vikur. Jólastjórnin, leggur Björn Leví Gunnarsson til, með þrettán jólasveina innanborðs. Höfuðborgarstjórnin segir sá þriðji og þar er vísað til þeirrar staðreyndar að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á suðvesturhorni landsins. Þórdís Kolbrún er ein ráðherra úr Norðvesturkjördæmi en enginn ráðherra er úr Norðaustur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata viðrar enn aðra hugmynd í samtali við fréttastofu. „Ég myndi frekar kalla hana hringekjustjórn. Hún byggir á þessari hringekju sem yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi setti af stað og er núna í dag með alveg svimandi hringekju ráðherra, þannig að það fyndist mér réttnefni,“ segir Andrés, sem telur sinn gamla flokk Vinstri græna illa leikna í nýju stjórnarsamstarfi. „Ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór“ Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á hvort tveggja ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar og samstarfssáttmála hennar. Báknið heldur áfram að vaxa, segir einn, stjórn án pólitísks erindis, segir annar - og ráðuneytaskipting sem virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafarfyrirtæki, segir sá þriðji. Andrés heldur áfram: „Flokkurinn gefur eftir heilbrigðismálin og umhverfismálin, sem voru stóru mál síðasta kjörtímabils og umhverfismál verða stóra mál þessa kjörtímabils. Þannig að ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór sem fulltrúa þeirra atkvæða í umhverfisráðuneytinu,“ segir Andrés. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar á Twitter að ráðuneyti ríkisstjórnarinnar virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Ríkisstjórnin er eins og áhorfandi í þessu öllu saman. Eins og þau hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til að hjálpa þeim með framsetningu á vandanum en það kemur lítið efnislega um aðgerðir frá þeim sjálfum. “Corporate culture” þessarar ríkisstjórnar náði hámarki í dag. Þessi ráðuneyti hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Pólitíkin er fokin fyrir “lean” nálgun í rekstri samfélags. #þverpólitísksýn— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) November 28, 2021 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar stjórnina „woke“ kerfisstjórn í Morgunblaðinu í dag. „Woke“ er það yfirleitt kallað að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjustu hræringum ímyndarstjórnmálanna. Bergþór Ólason hinn þingmaður Miðflokksins fer ekki mikið fagrari orðum um stjórnarsáttmálann. „Fyrst er það að segja að manni sýnist á öllu að það sem í daglegu tali er kallað báknið muni áfram vaxa í tíð þessarar nýju ríkisstjórnar sem og á síðasta kjörtímabili. Það virðist hafa verið sett töluverð vinna í að tryggja að hægt væri að púsla sætunum saman við kosningaúrslitin í staðinn fyrir að ríkisstjórnin væri mynduð um þau málefni sem á að hafa fókus á. Það verður auðvitað ekki tekið nema úr vösum skattgreiðenda,“ segir Bergþór. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira
Það er meðal annars í athugasemdum á Facebook hjá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni, sem innir þar vini sína álits á aðventustjórninni, eins og hann kallar hana. Jú, aðventustjórnin er fín, segir Gísli Freyr Valdórsson, enda aðventan aðeins fjórar vikur. Jólastjórnin, leggur Björn Leví Gunnarsson til, með þrettán jólasveina innanborðs. Höfuðborgarstjórnin segir sá þriðji og þar er vísað til þeirrar staðreyndar að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á suðvesturhorni landsins. Þórdís Kolbrún er ein ráðherra úr Norðvesturkjördæmi en enginn ráðherra er úr Norðaustur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata viðrar enn aðra hugmynd í samtali við fréttastofu. „Ég myndi frekar kalla hana hringekjustjórn. Hún byggir á þessari hringekju sem yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi setti af stað og er núna í dag með alveg svimandi hringekju ráðherra, þannig að það fyndist mér réttnefni,“ segir Andrés, sem telur sinn gamla flokk Vinstri græna illa leikna í nýju stjórnarsamstarfi. „Ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór“ Stjórnarandstaðan er gagnrýnin á hvort tveggja ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar og samstarfssáttmála hennar. Báknið heldur áfram að vaxa, segir einn, stjórn án pólitísks erindis, segir annar - og ráðuneytaskipting sem virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafarfyrirtæki, segir sá þriðji. Andrés heldur áfram: „Flokkurinn gefur eftir heilbrigðismálin og umhverfismálin, sem voru stóru mál síðasta kjörtímabils og umhverfismál verða stóra mál þessa kjörtímabils. Þannig að ég veit ekki hvaða umhverfissinni getur verið ánægður með Guðlaug Þór sem fulltrúa þeirra atkvæða í umhverfisráðuneytinu,“ segir Andrés. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar skrifar á Twitter að ráðuneyti ríkisstjórnarinnar virðist hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Ríkisstjórnin er eins og áhorfandi í þessu öllu saman. Eins og þau hafi fengið utanaðkomandi ráðgjafa til að hjálpa þeim með framsetningu á vandanum en það kemur lítið efnislega um aðgerðir frá þeim sjálfum. “Corporate culture” þessarar ríkisstjórnar náði hámarki í dag. Þessi ráðuneyti hafa fæðst á töflufundi hjá ráðgjafafyrirtæki. Pólitíkin er fokin fyrir “lean” nálgun í rekstri samfélags. #þverpólitísksýn— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) November 28, 2021 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar stjórnina „woke“ kerfisstjórn í Morgunblaðinu í dag. „Woke“ er það yfirleitt kallað að vera sérstaklega vakandi fyrir nýjustu hræringum ímyndarstjórnmálanna. Bergþór Ólason hinn þingmaður Miðflokksins fer ekki mikið fagrari orðum um stjórnarsáttmálann. „Fyrst er það að segja að manni sýnist á öllu að það sem í daglegu tali er kallað báknið muni áfram vaxa í tíð þessarar nýju ríkisstjórnar sem og á síðasta kjörtímabili. Það virðist hafa verið sett töluverð vinna í að tryggja að hægt væri að púsla sætunum saman við kosningaúrslitin í staðinn fyrir að ríkisstjórnin væri mynduð um þau málefni sem á að hafa fókus á. Það verður auðvitað ekki tekið nema úr vösum skattgreiðenda,“ segir Bergþór.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira